Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Átti Víkingur að fá mark og víti?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dómararnir voru mikið í sviðsljósinu í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar en þeir voru ekki upp á sitt besta og fengu harða gagnrýni.

Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svo ósáttur að hann sagði eftir tapið gegn Stjörnunni að það ætti að sleppa því að spila mótið ef það væri ekki hægt að spila það með almennilegum dómurum. Stór orð.

Víkingar vildu fá bæði mark og víti í leiknum gegn Stjörnunni í gær en fengu hvorugt.

Sjá má þessi tvö atvik og umræðuna um þau í Pepsimörkunum í gær hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ejub: Trúði varla vítadómnum

"Við áttum ekki góðan leik, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir refsa okkur og þetta var erfitt eftir annað markið,“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir tapið gegn Val í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×