Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Löglegt glæsimark tekið af Pálma Rafni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason skoraði frábært mark gegn Þrótti sem var flautað af. Það var rangur dómur.

Mark Húsvíkingsins var með glæsilegri hjólhestaspyrnu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Rangur dómur enda fór boltinn af Þróttara áður en hann fór til Pálma. Grátlegt fyrir Pálma.

„Burtséð frá því hvað aðstoðardómarinn er að veifa þá stendur Guðmundur Ársæll og horfir á þetta. Hann á bara að segja að þetta fari af Þróttara og sé því mark,“ segir Hjörtur Hjartarson og Logi Ólafsson bendir á að dómarar séu með samskiptabúnað og því hefði dómurnum verið í lófa lagið að ræða um atvikið og láta markið standa.

Sjá má markið og umræðuna í Pepsimörkunum um markið hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×