Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. ágúst 2016 10:31 Þingmaðurinn Sigmundur Davíð er ósammála forsætisráðherranum Sigmundi Davíð. visir/friðrik þór Í viðtölum í gær viðraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hugmyndir um afturvirkar greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Að vissu leyti er þar ákveðin umpólun á ferð því slíkar hækkanir hefur Sigmundur áður kallað „ómerkilega brellu“ og „auma tilraun til popúlisma“. Þegar fjárlög voru til umræðu fyrir síðustu jól lögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar það til að kjör aldraðra og öryrkja fengju kjör sín leiðrétt afturvirkt frá 1. maí 2015 til jafns við það sem kjarasamningar hjá aðilum vinnumarkaðarins gerðu ráð fyrir. Sú tillaga var felld. Í gærmorgun var Sigmundur Davíð gestur í þættinum Bítið á Bylgjunni. Þar var hann spurður út í afturvirkar hækkanir til lífeyrisþeganna. Þar sagði hann að fyrir síðustu áramót hefði eftir „erfiða umræðu“ verið tekin sú ákvörðun að gera það ekki. Í Hrafnaþingi, á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöld sagði Sigmundur að ákveðið hefði verið að bíða með aðgerðir á þessu sviði þar til að ríkissjóður væri ekki lengur að safna skuldum. „Nú leyfir staða ríkissjóðs okkur að snúa vörn í sókn. Ég hef tekið í hendur fjölda eldri borgara, á fundum, ferðum um landið og bara út í búð, og lofað að við munum rétta hlutina,“ sagði Sigmundur. Hann bætti við að úr því að embættismenn fengu afturvirkar hækkanir þá væri það „eiginlega ómögulegt fyrir ríkið annað en að fara i afturvirkni“ þegar kæmi að leiðréttingu kjara ellilífeyrisþega. Aðalatriði málsins væri að menn vildu búa við það sama og aðrir og að aðgerðin væri ekki eins dýr og margir halda.Þvert á það sem áður var sagt Ummæli Sigmundar eru athyglisverð fyrir þær sakir að í umræðum um efnið, fyrir áramót, var hann afar andvígur tillögunni. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma 3. desember síðastliðinn var hann spurður af Helga Hjörvar um afturvirkar hækkanir til fyrrgreindra hópa. Í svari sínu vék Sigmundur ekki beint að afturvirkum hækkunum. Hann sagði þó að „[væru] hækkanir aftur í tímann þá leiðir það til þess að prósentuhækkunin verður lægri en ella og komi hækkanirnar til í framtíðinni verður prósentuhækkunin hærri en ella.“ Þegar til hinna „erfiðu umræðna“ um fjárlagafrumvarpið kom tók Sigmundur Davíð sex sinnum til máls. Þrisvar til að gera grein fyrir atkvæði sínu og þrisvar til að tjá sig um atkvæðagreiðsluna. „Það sem stjórnarandstaðan hefur haft fram að færa hér er ekkert annað en ómerkileg brella. Verið er að reyna að slá ryki í augu fólks, reyna að gera menn óánægða með því að halda því fram að verið sé að svíkja þá um eitthvað sem þeir hafi átt inni,“ sagði Sigmundur undir miklum framíköllum þingheims þann 16. desember síðastliðinn. Síðar, sama dag, sagði Sigmundur að „[h]vað varðar eldri borgara og öryrkja munu þeir fá sínar bætur nú um áramótin uppfærðar til samræmis við launaþróun, reyndar að því marki að þeir fara fram úr lægstu launum um tíma fram í maí og um næstu áramót er aftur leiðrétt við eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fylgi launaþróun.“ Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Sigmund að sama hlut í óundirbúnum fyrirspurnartíma þann 25. janúar 2016. Þá benti Sigmundur á það að breytingar á lífeyri væru reiknaðar hver áramót og þar sem kaupmáttur hefði aukist mjög þá hefðu fyrrgreindir fengið „óvenjuháa prósentuhækkun lífeyrisgreiðslna um síðustu áramót“. „Virðulegur forseti. Skelfing er þetta nú aum tilraun til popúlisma. Háttvirtur þingmaður veit það mætavel — hann hefur setið hér á þingi lengi og meira að segja í ríkisstjórn — að lífeyrisgreiðslur hafa ætíð verið hækkaðar um áramót,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að ef leið stjórnarandstöðunnar hefði verið farin hefðu kjör eldri borgara og öryrkja ekki hækkað jafn mikið og þau gerðu með núverandi fyrirkomulagi. Það er því nokkuð ljóst að skoðun Sigmundar á afturvirkum greiðslum til fyrrgreindra hópa hefur tekið nokkrum breytingum. Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Ásmundur sat hjá í atkvæðagreiðslu um afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja Sagðist í seinustu viku hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn sambærilegri tillögu en gat þó ekki greitt atkvæði með hækkununum í gærkvöldi. 17. desember 2015 10:20 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Í viðtölum í gær viðraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hugmyndir um afturvirkar greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Að vissu leyti er þar ákveðin umpólun á ferð því slíkar hækkanir hefur Sigmundur áður kallað „ómerkilega brellu“ og „auma tilraun til popúlisma“. Þegar fjárlög voru til umræðu fyrir síðustu jól lögðu þingmenn stjórnarandstöðunnar það til að kjör aldraðra og öryrkja fengju kjör sín leiðrétt afturvirkt frá 1. maí 2015 til jafns við það sem kjarasamningar hjá aðilum vinnumarkaðarins gerðu ráð fyrir. Sú tillaga var felld. Í gærmorgun var Sigmundur Davíð gestur í þættinum Bítið á Bylgjunni. Þar var hann spurður út í afturvirkar hækkanir til lífeyrisþeganna. Þar sagði hann að fyrir síðustu áramót hefði eftir „erfiða umræðu“ verið tekin sú ákvörðun að gera það ekki. Í Hrafnaþingi, á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöld sagði Sigmundur að ákveðið hefði verið að bíða með aðgerðir á þessu sviði þar til að ríkissjóður væri ekki lengur að safna skuldum. „Nú leyfir staða ríkissjóðs okkur að snúa vörn í sókn. Ég hef tekið í hendur fjölda eldri borgara, á fundum, ferðum um landið og bara út í búð, og lofað að við munum rétta hlutina,“ sagði Sigmundur. Hann bætti við að úr því að embættismenn fengu afturvirkar hækkanir þá væri það „eiginlega ómögulegt fyrir ríkið annað en að fara i afturvirkni“ þegar kæmi að leiðréttingu kjara ellilífeyrisþega. Aðalatriði málsins væri að menn vildu búa við það sama og aðrir og að aðgerðin væri ekki eins dýr og margir halda.Þvert á það sem áður var sagt Ummæli Sigmundar eru athyglisverð fyrir þær sakir að í umræðum um efnið, fyrir áramót, var hann afar andvígur tillögunni. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma 3. desember síðastliðinn var hann spurður af Helga Hjörvar um afturvirkar hækkanir til fyrrgreindra hópa. Í svari sínu vék Sigmundur ekki beint að afturvirkum hækkunum. Hann sagði þó að „[væru] hækkanir aftur í tímann þá leiðir það til þess að prósentuhækkunin verður lægri en ella og komi hækkanirnar til í framtíðinni verður prósentuhækkunin hærri en ella.“ Þegar til hinna „erfiðu umræðna“ um fjárlagafrumvarpið kom tók Sigmundur Davíð sex sinnum til máls. Þrisvar til að gera grein fyrir atkvæði sínu og þrisvar til að tjá sig um atkvæðagreiðsluna. „Það sem stjórnarandstaðan hefur haft fram að færa hér er ekkert annað en ómerkileg brella. Verið er að reyna að slá ryki í augu fólks, reyna að gera menn óánægða með því að halda því fram að verið sé að svíkja þá um eitthvað sem þeir hafi átt inni,“ sagði Sigmundur undir miklum framíköllum þingheims þann 16. desember síðastliðinn. Síðar, sama dag, sagði Sigmundur að „[h]vað varðar eldri borgara og öryrkja munu þeir fá sínar bætur nú um áramótin uppfærðar til samræmis við launaþróun, reyndar að því marki að þeir fara fram úr lægstu launum um tíma fram í maí og um næstu áramót er aftur leiðrétt við eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fylgi launaþróun.“ Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Sigmund að sama hlut í óundirbúnum fyrirspurnartíma þann 25. janúar 2016. Þá benti Sigmundur á það að breytingar á lífeyri væru reiknaðar hver áramót og þar sem kaupmáttur hefði aukist mjög þá hefðu fyrrgreindir fengið „óvenjuháa prósentuhækkun lífeyrisgreiðslna um síðustu áramót“. „Virðulegur forseti. Skelfing er þetta nú aum tilraun til popúlisma. Háttvirtur þingmaður veit það mætavel — hann hefur setið hér á þingi lengi og meira að segja í ríkisstjórn — að lífeyrisgreiðslur hafa ætíð verið hækkaðar um áramót,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við að ef leið stjórnarandstöðunnar hefði verið farin hefðu kjör eldri borgara og öryrkja ekki hækkað jafn mikið og þau gerðu með núverandi fyrirkomulagi. Það er því nokkuð ljóst að skoðun Sigmundar á afturvirkum greiðslum til fyrrgreindra hópa hefur tekið nokkrum breytingum.
Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Ásmundur sat hjá í atkvæðagreiðslu um afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja Sagðist í seinustu viku hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn sambærilegri tillögu en gat þó ekki greitt atkvæði með hækkununum í gærkvöldi. 17. desember 2015 10:20 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa Kjararáð hækkar laun valinna nefndarformanna og forstöðumanna um tugi prósenta. Hækkunin bætist við almenna launahækkun. Forstjóri Útlendingastofnunar bar við óvæginni umræðu í fjölmiðlum. 13. júlí 2016 05:00
Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31
Ásmundur sat hjá í atkvæðagreiðslu um afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja Sagðist í seinustu viku hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn sambærilegri tillögu en gat þó ekki greitt atkvæði með hækkununum í gærkvöldi. 17. desember 2015 10:20