Fagnar sex ára afmæli Kiosk ásamt nýrri fatalínu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Eygló Margrét Lárusdóttir sýnir nýjustu fatalínuna sína Murder she wrote í dag. Vísir/Hanna Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk. Fatalínan heitir Murder She Wrote og hefst sýningin klukkan 17.00 og stendur til klukkan 19.00 í dag. Eygló útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur þó nokkra reynslu í farteskinu. „Innblásturinn að línunni kom frá sjónvarpsþáttunum Murder she wrote og ákvað ég að skíra línuna hefur þáttunum. Ég hef fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fólki, en flíkurnar vekja sterk viðbrögð og mynda samtal um vopn og glæpi,“ segir Eygló Margrét. Hönnunarverslunin Kiosk er á Laugavegi 65, en þar selja átta mismunandi fatahönnuðir hönnun sína, og hjálpast að við að standa vaktina í búðinni. Óhætt er að segja að verslunin njóti velgengni en Kiosk hlaut nýverið verðlaun sem besta hönnunarverslun Reykjavíkur.Hér má sjá jakka af nýjustu línu Eyglóar.Mynd/Rafael Pinho„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og erum við virkilega ánægðar með samstarfið. Það er gott að geta skipt á milli okkar vöktum og hjálpast að við að reka verslunina,“ segir Eygló. Margt verður um að vera í Kiosk í dag, en ásamt því að sýna nýjustu línu tískumerkisins Eygló, verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Rafael Pinho. „Þetta eru virkilega flottar myndir sem Rafael Pinho tók fyrir mig af línunni Murder she wrote. Hér verður frábær stemning og öllum velkomið að kíkja við,“ segir Eygló spennt fyrir deginum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk. Fatalínan heitir Murder She Wrote og hefst sýningin klukkan 17.00 og stendur til klukkan 19.00 í dag. Eygló útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur þó nokkra reynslu í farteskinu. „Innblásturinn að línunni kom frá sjónvarpsþáttunum Murder she wrote og ákvað ég að skíra línuna hefur þáttunum. Ég hef fengið mjög skemmtileg viðbrögð frá fólki, en flíkurnar vekja sterk viðbrögð og mynda samtal um vopn og glæpi,“ segir Eygló Margrét. Hönnunarverslunin Kiosk er á Laugavegi 65, en þar selja átta mismunandi fatahönnuðir hönnun sína, og hjálpast að við að standa vaktina í búðinni. Óhætt er að segja að verslunin njóti velgengni en Kiosk hlaut nýverið verðlaun sem besta hönnunarverslun Reykjavíkur.Hér má sjá jakka af nýjustu línu Eyglóar.Mynd/Rafael Pinho„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og erum við virkilega ánægðar með samstarfið. Það er gott að geta skipt á milli okkar vöktum og hjálpast að við að reka verslunina,“ segir Eygló. Margt verður um að vera í Kiosk í dag, en ásamt því að sýna nýjustu línu tískumerkisins Eygló, verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Rafael Pinho. „Þetta eru virkilega flottar myndir sem Rafael Pinho tók fyrir mig af línunni Murder she wrote. Hér verður frábær stemning og öllum velkomið að kíkja við,“ segir Eygló spennt fyrir deginum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst
Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira