Faghópur rammaáætlunar er ósammála verkefnisstjórninni Sveinn Arnarson skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Miklir hagsmunir liggja í því hvort svæði verði nýtt til verndar eða nýtingar. Vísir/Vilhelm Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira