Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2016 18:53 Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira