Fótbolti

Gnabry bjargaði andliti Þjóðverja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þjóðverjar fagna marki Gnabry.
Þjóðverjar fagna marki Gnabry. vísir/getty
Þýskaland gerði óvænt jafntefli við Suður-Kóreu í D-riðli knattspyrnunnar á Ólympíuleikunum í Ríó, en Þýskaland jafnaði í 3-3 í uppbótartíma.

Hee-Chan Hwang kom Suður-Kóreu yfir, en Serge Gnabry jafnaði fyrir Þýskaland.

Davie Selke kom Þýskalandi svo yfir á 55. mínútu, en Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, jafnaði tveimur mínútum síðar.

Hyun-Jun Suk virtist svo vera tryggja Suður-Kóreu sigur þegar hann skoraði fjórum mínútum fyrir leikslok, en Gnabry bjargaði andliti Þjóðverja og jafnaði í uppbótartíma.

Þjóðverjar eru því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina, en Suður-Kórea er með fjögur. Þjóðverjar spila við slakt lið Fiji í síðustu umferðinni og komast því væntanlega nokkuð örugglega áfram.

Þýskaland er einungis með eitt stig, en þeir mæta Fiji í síðasta leiknum á meðan Mexíkó og Suður-Kórea mætast.

Mexíkó lenti í engum vandræðum með Fiji í dag, en lokatölur urðu 5-1. Erick Gutiérrez Galaviz gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk.

Portúgal vann 2-1 sigur á Hondúras, en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Goncalo Paciencia, leikmaður Porto, reyndist hetja Portúgala sem eru með sex stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×