Íslenski boltinn

Hermann: Vonandi var þetta rangstaða

Árni Jóhannsson á Flórídana-vellinum skrifar
Lærisveinar Hermanns lentu tvisvar undir en náðu í stig gegn Valsmönnum.
Lærisveinar Hermanns lentu tvisvar undir en náðu í stig gegn Valsmönnum. vísir/hanna
Þjálfari Fylkis sagðist geta verið sáttur með eitt stig í dag þegar hann var spurður út í leik sinna manna við Fylki í kvöld.

„Þetta var sanngjarnt. Það var reyndar kjaftshögg að fara inn í búningsklefa 1-0 undir en við hefðum átt að vera grimmari í teignum fannst mér, við fengum fjölmörg færi og hefðum átt að vera grimmari. Við sýndum svo flottan karakter að koma tvisvar til baka,“ sagði Hermann Hreiðarsson.

Eins og fram hefur komið stóð það tæpt að Fylkismenn næðu marki sem hefði líklegast tryggt sigurinn en Garðar Jóhannsson var dæmdur rangstæður þegar hann skoraði í seinni hálfleik en Hermann hafði þetta um málið að segja:

„Ég ætla að vona þetta hafi verið rangstaða. Það er þá ekki í fyrsta skipti sem þeir geta ekki haft þetta rétt en þá veit ég ekki hvað. Við þurfum á öllu að halda í dag og ég veit ekki hvort við getum kallað það óheppni en við höfum verið að fá á okkur svona skelli en eigum helling inni. Stig í dag, við þurfum stig í öllum leikjum en stigið í dag telur eitthvað á endanum en við þurfum þrjú.“

„Ef við hefðum nýtt okkar færi í fyrri hálfleik þá er ég öruggur um að við hefðum unnið. Það er svipað í síðustu tveimur leikjum þar sem við höfum verið að komast í færin þannig að okkur líður vel út á vellinum. Það er þvílík stemmning í klefanum og trú þannig að við vitum alveg að það er nóg eftir af þessu móti og við komum í hvern leik til að hirða öll stigin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×