Íslenski boltinn

Gary lánaður til Noregs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Martin í leik með Víkingi gegn KR.
Gary Martin í leik með Víkingi gegn KR. Vísir
Gary Martin, sóknarmaður Víkings Reykjavíkur, hefur verið lánaður til Lilleström í Noregi út núverandi keppnistímabil.

Gary hefur verið orðaður við Lilleström, sem er þjálfað af Rúnari Kristinssyni, í nokkurn tíma og fór hann til Noregs á dögunum og æfði með liðinu. Rúnar þjálfaði Gary hjá KR áður en hann tók við þjálfun norska liðsins.

Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings, staðfesti þetta við Vísi í dag og mun Gary því ekki vera með Víkingum þegar liðið mætir Breiðabliki í Pepsi-deild karla í kvöld.

Gary Martin kom til Víkings frá KR í vetur og gerði þá þriggja ára samning við félagið. Hann spilar ekki meira með Víkingum í sumar en gæti snúið aftur í vetur.

Þessi 25 ára sóknarmaður hefur spilað á Íslandi síðan 2010 og skorað alls 69 mörk í 137 deildar- og bikarleikjum með þremur félögum - ÍA, KR og Víkingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×