Sport

Það er hægt að vinna án þess að svindla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
King fagnar með Efimovu í bakgrunni.
King fagnar með Efimovu í bakgrunni. vísir/getty
Úrslitasundið sem Hrafnhildur Lúthersdóttir tók þátt í var á allra vörum í nótt. Þar mætti nefnilega hin óvinsæla rússneska sundkona Yulia Efimova.

Hin 24 ára gamla Efimova komst á umdeildan hátt inn á leikana en hún var sett í 16 mánaða bann fyrir ólöglega lyfjanotkun. Svo kom í ljós fyrr á þessu ári að hún hefði verið að nota hið umdeilda meldóníum sem felldi tenniskonuna Mariu Sharapovu.

Áfrýjun gerði það að verkum að hún komst inn á leikana við litla hrifningu margra. Þar á meðal áhorfenda í Ríó sem bauluðu hraustlega á hana er hún mætti til leiks.

Sjá einnig: Átti Hrafnhildur að vera í fimmta en ekki sjötta?

Svo var ekki sérstaklega hlýtt á milli hennar og hinnar bandarísku Lilly King. King fagnaði í undanúrslitunum með því að veifa einum fingri. Efimova gerði slíkt hið sama er hún vann sinn riðil. King sást þá horfa á sjónvarpið og svara henni með því að veifa sínum. Skilaboð send fram og til baka.

King hafði síðan betur í úrslitasundinu, mörgum til mikillar gleði.

„Þetta sýnir bara að það er hægt að taka þátt án þess að nota ólögleg lyf og vinna. Það er hægt að vera bestur með því að vinna rétt og heiðarlega,“ sagði hin 19 ára King.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×