Íslenski boltinn

Hólmbert kominn í Garðabæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmbert á nýja heimavellinum í Garðabæ.
Hólmbert á nýja heimavellinum í Garðabæ. mynd/twitter-síða silfurskeiðarinnar
Framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá KR.

Hólmberti hefur gengið illa að skora í sumar og var orðaður við brottför frá KR í félagaskiptaglugganum sem lokar nú á miðnætti.

Nú er komin niðurstaða í hans mál en Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar, birtu mynd af Hólmberti í Stjörnubúningi á Twitter nú rétt í þessu.

Hólmbert kemur í stað danska framherjans Jeppe Hansen sem fór einmitt til KR fyrr í mánuðinum.

Hólmbert hefur skorað 14 mörk í 63 leikjum með Fram og KR í efstu deild. Hann hefur einnig leikið með HK, Celtic og Bröndby.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Víkingi á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Ólafur: Okkur hafa verið boðnir leikmenn

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var svekktur eftir að hans menn fengu á sig jöfnunarmark á lokamínútunum gegn Fjölni í Grafarvogi í kvöld.

KR-ingar vilja Kristinn Frey í skiptum fyrir Hólmbert

Svo gæti farið að Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður KR, yfirgefi liðið í félagaskiptaglugganum en hann hefur ekki náð sér á strik fyrir KR-inga í sumar og ekki enn náð að skora mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×