Algerlega hafið yfir vafa? Skjóðan skrifar 20. júlí 2016 10:00 Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira