200.000 króna sekt fyrir að lenda við Holuhraun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2016 12:30 Maðurinn sagði að auðvelt hefði verið fyrir sig að yfirgefa svæðið ef hættuástand hefði skapast. vísir/auðunn Þyrluflugmaður, sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun, hefur verið dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð vegna brot síns. Fjórtán daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn, sem starfaði hjá Reykjavík Helicopters, lenti í tvígang í september 2014 og eitt sinn í október sama ár á svæðinu. Í fyrri tvö skiptin flaug hann með jarðfræðing og fjölmiðlamann en í október flaug hann með ferðamann. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn lögreglulögum fyrir að hafa, með háttsemi sinni, ekki hlýtt tilmælum lögreglu. Lögreglan hafði lokað fyrir alla umferð um svæðið tímabundið vegna hættuástands. Þar var um að ræða áðurnefnt eldgos í Holuhrauni og yfirvofandi flóðavá úr Dyngjujökli.Sjá einnig:Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Maðurinn viðurkenndi að hafa lent á svæðinu en taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við lög. Hann byggði á því að hann hefði aldrei fengið upplýsingar eða fyrirmæli um að flug væri bannað innan svæðisins. Þá hefði hann verið á þyrlu sem gerði honum kleift að yfirgefa svæðið nær samstundis ef eitthvað hefði komið upp á. Í málinu lágu fyrir tilkynningar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem sagt var frá banninu. Þær voru birtar á heimasíðu almannavarna, Facebook og Twitter og að auki sendar fjölmiðlum. Því féllst dómurinn ekki á röksemdir mannsins um að hann skyldi sýknaður þar sem Isavia sendi honum eigi tilkynningu um bannið. Í ljósi þess að maðurinn var aðeins starfsmaður í ferðinni, hafði engan persónulegan ávinning af því og að brotið hafði ekki alvarlegar afleiðingar, var refsing hans ákveðin 200.000 króna sekt. Að auki skikkaði Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 750.000 krónur. Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00 Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þyrluflugmaður, sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun, hefur verið dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð vegna brot síns. Fjórtán daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn, sem starfaði hjá Reykjavík Helicopters, lenti í tvígang í september 2014 og eitt sinn í október sama ár á svæðinu. Í fyrri tvö skiptin flaug hann með jarðfræðing og fjölmiðlamann en í október flaug hann með ferðamann. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn lögreglulögum fyrir að hafa, með háttsemi sinni, ekki hlýtt tilmælum lögreglu. Lögreglan hafði lokað fyrir alla umferð um svæðið tímabundið vegna hættuástands. Þar var um að ræða áðurnefnt eldgos í Holuhrauni og yfirvofandi flóðavá úr Dyngjujökli.Sjá einnig:Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Maðurinn viðurkenndi að hafa lent á svæðinu en taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við lög. Hann byggði á því að hann hefði aldrei fengið upplýsingar eða fyrirmæli um að flug væri bannað innan svæðisins. Þá hefði hann verið á þyrlu sem gerði honum kleift að yfirgefa svæðið nær samstundis ef eitthvað hefði komið upp á. Í málinu lágu fyrir tilkynningar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem sagt var frá banninu. Þær voru birtar á heimasíðu almannavarna, Facebook og Twitter og að auki sendar fjölmiðlum. Því féllst dómurinn ekki á röksemdir mannsins um að hann skyldi sýknaður þar sem Isavia sendi honum eigi tilkynningu um bannið. Í ljósi þess að maðurinn var aðeins starfsmaður í ferðinni, hafði engan persónulegan ávinning af því og að brotið hafði ekki alvarlegar afleiðingar, var refsing hans ákveðin 200.000 króna sekt. Að auki skikkaði Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 750.000 krónur.
Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00 Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00
Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00