Íslenski boltinn

Sindri snýr aftur í Breiðholtið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sindri lék 11 leiki með Val í deild og bikar.
Sindri lék 11 leiki með Val í deild og bikar. vísir/eyþór
Miðjumaðurinn Sindri Björnsson er kominn aftur til Leiknis R. eftir að hafa verið í láni hjá Val undanfarna mánuði.

Sindri var lánaður til Vals í febrúar og lék átta leiki með liðinu í Pepsi-deildinni, auk þriggja leikja í Borgunarbikarnum.

Sindri styrkir Leiknisliðið mikið en Breiðhyltingar eru í 3. sæti Inkasso-deildarinnar með 23 stig, einu stigi á eftir Grindavík sem er í 2. sætinu.

Sindri er fastamaður í U-21 árs landsliðinu og hefur leikið fimm af sex leikjum liðsins í undankeppni EM 2017.

Sindri er kominn með leikheimild og getur því tekið þátt í næsta leik Leiknis sem er gegn HK í Kórnum á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir

Ólafur: Okkur hafa verið boðnir leikmenn

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var svekktur eftir að hans menn fengu á sig jöfnunarmark á lokamínútunum gegn Fjölni í Grafarvogi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×