Íslenski boltinn

Haukar með fullt hús gegn KA | Mikilvægur sigur HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Freyr Sindrason og félagar í Haukum unnu mikilvægan sigur á KA.
Alexander Freyr Sindrason og félagar í Haukum unnu mikilvægan sigur á KA.
Fjórum leikjum í 13. umferð Inkasso-deild karla er lokið.

Í fyrsta leik kvöldsins vann Fram 2-1 sigur á Þór á heimavelli.

Haukar gerðu góða ferð norður á Akureyri og unnu 0-1 sigur á toppliði KA.

Haukar unnu einnig fyrri leikinn gegn KA, 4-1, en þetta eru einu töp KA í Inkasso-deildinni í sumar.

Elton Renato Livramento Barros skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu en hann skoraði einnig í fyrri leiknum á Ásvöllum.

Þetta var fyrsti sigur Hauka í mánuð, eða frá því þeir unnu Keflavík 4-3 24. júní síðastliðinn.

Hákon Ingi Jónsson skoraði seinna mark HK í sigrinum á Leikni.vísir/stefan
HK vann sterkan 2-1 sigur á Leikni R. í Kórnum.

Þetta var fyrsti sigur HK undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar en hann tók við þjálfun liðsins af Reyni Leóssyni fyrr í þessum mánuði.

Ágúst Freyr Hallsson og Hákon Ingi Jónsson skoruðu mörk HK en sá síðarnefndi hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Kópavogsliðsins.

Atli Arnarson skoraði mark Leiknis með glæsilegu skoti. Þetta var fyrsta tap Breiðhyltinga í sex leikjum.

Þá skildu Fjarðabyggð og Leiknir F. jöfn, 2-2, í Austurlandsslagnum.

Fjarðabyggð var í kjörstöðu í hálfleik, 2-0 yfir, en Leiknismenn sýndu klærnar í seinni hálfleik, jöfnuðu metin og tryggðu sér stig. Þetta var þriðja jafntefli Leiknis í röð.

Víkingur Pálmason og Hákon Þór Sófusson skoruðu mörk Fjarðabyggðar en Jesus Guerrero Suarez og Ignacio Poveda Gaona gerðu mörk Leiknis.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×