Íslenski boltinn

Guðmundur Böðvar lánaður heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Böðvar verst Pálma Rafni Pálmasyni, leikmanni KR.
Guðmundur Böðvar verst Pálma Rafni Pálmasyni, leikmanni KR. vísir/hanna
Fjölnir hefur lánað miðjumanninn Guðmund Böðvar Guðjónsson til ÍA út tímabilið.

Guðmundur Böðvar þekkir vel til á Skaganum en hann er uppalinn hjá ÍA og 85 deildarleiki með liðinu áður en hann fór til Fjölnis 2013.

Guðmundur Böðvar hjálpaði Fjölni að komast upp úr 1. deildinni sama ár og lék 39 af 44 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni 2014 og 2015.

Í ár hefur tækifærunum hins vegar fækkað en Guðmundur Böðvar hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í einum leik Fjölnis í sumar, sem var einmitt gegn ÍA.

Skagamenn eru heitasta lið Pepsi-deildarinnar um þessar mundir en þeir hafa unnið fimm leiki í röð og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar.

ÍA tekur á móti Íslandsmeisturum FH í næsta leik sínum á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×