Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 2-1 | Halldór Orri hetja Garðbæinga Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 11. júlí 2016 22:00 Halldór Orri skoraði bæði mörk Stjörnunnar. vísir/stefán Stjarnan lyfti sér upp í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 2-1 sigri á Fjölni á Samsung-vellinum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði bæði mörk Stjörnumanna sem þurftu svo sannarlega á sigri að halda eftir tapið fyrir ÍA í síðustu umferð. Fjölnismenn spiluðu fínan leik en Duwayne Kerr í marki Stjörnunnar reyndist þeim erfiður. Halldór Orri kom heimamönnum yfir á 13. mínútu en Martin Lund Pedersen jafnaði metin eftir klukkutíma leik. Halldór Orri skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf Jóhanns Laxdal þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Fjölnismenn eru enn í 2. sæti deildarinnar en þeir hefðu farið á toppinn með sigri í Garðabænum í kvöld.Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun, opinn og hraður og bæði lið fengu sín færi. Stjörnumenn byrjuðu og enduðu fyrri hálfleikinn vel en í millitíðinni voru Fjölnismenn sterkari aðilinn. Kerr reyndist þeim þó erfiður ljár í þúfu en hann varði oft vel. Garðbæingar voru svo alltaf hættulegir í skyndisóknum og voru ófeimnir við að setja boltann inn fyrir vörn Fjölnis sem var hátt uppi á vellinum. Í seinni hálfleik róaðist leikurinn talsvert. Pedersen jafnaði metin á 60. mínútu en Stjörnumenn héldu sjó og Halldór Orri skoraði öðru sinni þegar korter var eftir. Stjörnumenn spiluðu svo sinn besta varnarleik á lokamínútum leiksins, héldu út og lönduðu stigunum þremur.Þessir stóðu upp úr Eins og áður sagði var fyrri hálfleikurinn mjög opinn og leikmenn á borð við Hilmar Árna Halldórsson og Pedersen nýttu sér það til hins ítrasta. Halldór var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann fann sér ítrekað pláss milli miðju og varnar Fjölnisliðsins og skapaði mikla hættu. Pedersen var síógnandi allan leikinn og er einfaldlega búinn að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Þórir Guðjónsson var mjög góður í fyrri hálfleik og Birnir Snær Ingason var sprækur. Eins og fyrr sagði var Kerr öflugur í Stjörnumarkinu, Guðjón Baldvinsson var duglegur að vanda og Halldór Orri skoraði mörkin tvö sem tryggðu sigurinn.Hvað gekk illa? Varnarleikur liðanna var ansi vafasamur í fyrri hálfleik. Fjölnismenn spiluðu leikkerfið 4-4-2 sem gerði þeim kleift að setja mikinn þrýsting á vörn Stjörnunnar. Það gerði það einnig að verkum að þeir voru undirmannaðir á miðjunni og fyrir vikið lék Hilmar Árni lausum hala. Bæði lið spiluðu með varnarlínuna sína hátt uppi á vellinum og það var því alltaf pláss til að senda boltann í. Þá var maðurinn með boltann sjaldan settur undir mikla pressu. En Stjörnumenn voru mun þéttari eftir hlé og þeir styrktust eftir því sem leið á leikinn á meðan Fjölnismenn koðnuðu svolítið niður eftir seinna mark Halldórs Orra.Hvað gerist næst? Framundan hjá Stjörnunni eru tveir útileikir gegn Víkingi Ó. og Fylki. Þrátt fyrir allt eru Garðbæingar bara fjórum stigum á eftir toppliði FH en þeir þurfa að vinna þessa tvo leiki til að halda sér í toppbaráttunni. Fjölnismenn verða að vera fljótir að jafna sig á þessu tapi en þeir mæta Breiðabliki og Val á heimavelli í næstu tveimur leikjum sínum.Rúnar Páll: Vorum þéttari í seinni hálfleik „Við erum mjög ánægðir með þessi þrjú stig. Það var mikil barátta í þessum leik og andstæðingurinn var mjög erfiður, þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Stjörnumenn lentu í vandræðum í fyrri hálfleik en voru mun þéttari fyrir eftir hlé. „Við vorum svolítið opnir á tíma í fyrri hálfleik. Við reyndum að vera aðeins þéttari og það gekk ágætlega. Kantmennirnir drógu sig inn á völlinn og við færðum Baldur [Sigurðsson] aðeins aftar,“ sagði Rúnar Páll. „Við fengum reyndar mark í andlitið en skorum svo frábært mark eftir góða sókn. Það var mjög ánægjulegt að sjá boltann inni og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stig.“ Jamaíkamaðurinn Duwayne Kerr var frábær í marki Stjörnunnar í kvöld og Rúnar Páll var að vonum ánægður með hans frammistöðu. „Það skipti miklu máli að fá góðan leik frá honum. Allt liðið var líka á tánum í þessum leik og ég er ánægður með frammistöðu leikmannanna,“ sagði Rúnar Páll að lokum.Ágúst: Vorum flottir í dag Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, fannst sínir menn sterkari aðilinn í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst við vera betri. Við lögðum okkur 100% fram í leiknum. Þetta var baráttuleikur, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta datt með þeim. Það var mikið af vafaatriðum í þessum leik sem ég þarf að skoða betur,“ sagði Ágúst. Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður vel. „Ef hann dæmir rangstöðu hlýtur það að vera rangstaða. En við breytum ekkert úrslitum leiksins með því að væla yfir því. „Ég var ánægður með strákana, þeir stóðu sig vel og við vorum nokkuð flottir í þessum leik. Stjörnumenn áttu í basli með okkur og það er fúlt að fá ekki neitt út úr leiknum.“ Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og bæði lið voru veik fyrir boltum inn fyrir. Ágúst viðurkennir að það sé meðvituð áhætta sem Fjölnismenn taki. „Við erum með þannig lið að við viljum liggja ofarlega og það er hugsanlega pláss fyrir aftan okkur. Það er okkar leikstíll. Við erum ákveðnir fram á við og sköpuðum okkur fullt af færum í dag,“ sagði Ágúst. Fjölnismenn spiluðu síðast leik 24. júní og Ágúst segir að þetta langa hlé hafi sett strik í reikning þeirra. „Það hafði mikil áhrif í undirbúningum. Við erum búnir að hafa 17 daga á milli leikja og það er erfitt að mótivera menn en við náðum því. Við vorum flottir í dag en úrslitin féllu ekki með okkur,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Stjarnan lyfti sér upp í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 2-1 sigri á Fjölni á Samsung-vellinum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði bæði mörk Stjörnumanna sem þurftu svo sannarlega á sigri að halda eftir tapið fyrir ÍA í síðustu umferð. Fjölnismenn spiluðu fínan leik en Duwayne Kerr í marki Stjörnunnar reyndist þeim erfiður. Halldór Orri kom heimamönnum yfir á 13. mínútu en Martin Lund Pedersen jafnaði metin eftir klukkutíma leik. Halldór Orri skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf Jóhanns Laxdal þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Fjölnismenn eru enn í 2. sæti deildarinnar en þeir hefðu farið á toppinn með sigri í Garðabænum í kvöld.Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun, opinn og hraður og bæði lið fengu sín færi. Stjörnumenn byrjuðu og enduðu fyrri hálfleikinn vel en í millitíðinni voru Fjölnismenn sterkari aðilinn. Kerr reyndist þeim þó erfiður ljár í þúfu en hann varði oft vel. Garðbæingar voru svo alltaf hættulegir í skyndisóknum og voru ófeimnir við að setja boltann inn fyrir vörn Fjölnis sem var hátt uppi á vellinum. Í seinni hálfleik róaðist leikurinn talsvert. Pedersen jafnaði metin á 60. mínútu en Stjörnumenn héldu sjó og Halldór Orri skoraði öðru sinni þegar korter var eftir. Stjörnumenn spiluðu svo sinn besta varnarleik á lokamínútum leiksins, héldu út og lönduðu stigunum þremur.Þessir stóðu upp úr Eins og áður sagði var fyrri hálfleikurinn mjög opinn og leikmenn á borð við Hilmar Árna Halldórsson og Pedersen nýttu sér það til hins ítrasta. Halldór var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann fann sér ítrekað pláss milli miðju og varnar Fjölnisliðsins og skapaði mikla hættu. Pedersen var síógnandi allan leikinn og er einfaldlega búinn að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Þórir Guðjónsson var mjög góður í fyrri hálfleik og Birnir Snær Ingason var sprækur. Eins og fyrr sagði var Kerr öflugur í Stjörnumarkinu, Guðjón Baldvinsson var duglegur að vanda og Halldór Orri skoraði mörkin tvö sem tryggðu sigurinn.Hvað gekk illa? Varnarleikur liðanna var ansi vafasamur í fyrri hálfleik. Fjölnismenn spiluðu leikkerfið 4-4-2 sem gerði þeim kleift að setja mikinn þrýsting á vörn Stjörnunnar. Það gerði það einnig að verkum að þeir voru undirmannaðir á miðjunni og fyrir vikið lék Hilmar Árni lausum hala. Bæði lið spiluðu með varnarlínuna sína hátt uppi á vellinum og það var því alltaf pláss til að senda boltann í. Þá var maðurinn með boltann sjaldan settur undir mikla pressu. En Stjörnumenn voru mun þéttari eftir hlé og þeir styrktust eftir því sem leið á leikinn á meðan Fjölnismenn koðnuðu svolítið niður eftir seinna mark Halldórs Orra.Hvað gerist næst? Framundan hjá Stjörnunni eru tveir útileikir gegn Víkingi Ó. og Fylki. Þrátt fyrir allt eru Garðbæingar bara fjórum stigum á eftir toppliði FH en þeir þurfa að vinna þessa tvo leiki til að halda sér í toppbaráttunni. Fjölnismenn verða að vera fljótir að jafna sig á þessu tapi en þeir mæta Breiðabliki og Val á heimavelli í næstu tveimur leikjum sínum.Rúnar Páll: Vorum þéttari í seinni hálfleik „Við erum mjög ánægðir með þessi þrjú stig. Það var mikil barátta í þessum leik og andstæðingurinn var mjög erfiður, þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Stjörnumenn lentu í vandræðum í fyrri hálfleik en voru mun þéttari fyrir eftir hlé. „Við vorum svolítið opnir á tíma í fyrri hálfleik. Við reyndum að vera aðeins þéttari og það gekk ágætlega. Kantmennirnir drógu sig inn á völlinn og við færðum Baldur [Sigurðsson] aðeins aftar,“ sagði Rúnar Páll. „Við fengum reyndar mark í andlitið en skorum svo frábært mark eftir góða sókn. Það var mjög ánægjulegt að sjá boltann inni og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stig.“ Jamaíkamaðurinn Duwayne Kerr var frábær í marki Stjörnunnar í kvöld og Rúnar Páll var að vonum ánægður með hans frammistöðu. „Það skipti miklu máli að fá góðan leik frá honum. Allt liðið var líka á tánum í þessum leik og ég er ánægður með frammistöðu leikmannanna,“ sagði Rúnar Páll að lokum.Ágúst: Vorum flottir í dag Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, fannst sínir menn sterkari aðilinn í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst við vera betri. Við lögðum okkur 100% fram í leiknum. Þetta var baráttuleikur, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta datt með þeim. Það var mikið af vafaatriðum í þessum leik sem ég þarf að skoða betur,“ sagði Ágúst. Hann segist ekki hafa séð atvikið þegar Ægir Jarl Jónasson skoraði í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður vel. „Ef hann dæmir rangstöðu hlýtur það að vera rangstaða. En við breytum ekkert úrslitum leiksins með því að væla yfir því. „Ég var ánægður með strákana, þeir stóðu sig vel og við vorum nokkuð flottir í þessum leik. Stjörnumenn áttu í basli með okkur og það er fúlt að fá ekki neitt út úr leiknum.“ Fyrri hálfleikurinn var mjög opinn og bæði lið voru veik fyrir boltum inn fyrir. Ágúst viðurkennir að það sé meðvituð áhætta sem Fjölnismenn taki. „Við erum með þannig lið að við viljum liggja ofarlega og það er hugsanlega pláss fyrir aftan okkur. Það er okkar leikstíll. Við erum ákveðnir fram á við og sköpuðum okkur fullt af færum í dag,“ sagði Ágúst. Fjölnismenn spiluðu síðast leik 24. júní og Ágúst segir að þetta langa hlé hafi sett strik í reikning þeirra. „Það hafði mikil áhrif í undirbúningum. Við erum búnir að hafa 17 daga á milli leikja og það er erfitt að mótivera menn en við náðum því. Við vorum flottir í dag en úrslitin féllu ekki með okkur,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira