Atvinnulausa EM-stjarnan eftirsótt | Gæti orðið samherji Gylfa Þórs Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 22:30 Hal Robson-Kanu gæti fengið stoðsendingar frá Gylfa Þór á næstu leiktíð. vísir/getty Hal Robson-Kanu, framherji velska landsliðsins, verður ekki atvinnulaus mikið lengur eftir frábæra frammistöðu með Wales á Evrópumótinu í Frakklandi. Robson-Kanu var á mála hjá Reading frá 2007 og þar til í ár eða allan sinn atvinnumannaferil. Reading ákvað að framlengja ekki samning hans eftir síðasta tímabil og fór hann því atvinnulaus til Frakklands. Robson-Kanu skoraði tvö mörk fyrir Wales á EM, annað í riðlakeppninni gegn Slóvakíu og annað í fræknum sigri Walesverja gegn Belgíu í átta liða úrsiltum og nú syndir hann í tilboðum. Fram kemur á vef Sky Sports að kínversku liðin Beijing Guaoan og Jiangsu Suning séu bæði tilbúiin að greiða honum fimm milljónir punda í árslaun sem er töluvert meira en hann fékk hjá Reading. Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu báðir fyrir Jiangsu á síðustu leiktíð. Al Jazira Club í Abu Dhabi vill einnig fá þennan 27 ára gamla framherja í sínar raðir en sjálfur vill hann spila í ensku úrvalsdeildinni. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Watford, Hull og Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Þeim viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er mjög áhugasamur um að fá Robson-Kanu til liðs við sig og segir að það sé ekki bara vegna árangursins á EM. „Hann stóð sig frábærlega á EM en maður kaupir ekki leikmenn út af frammistöðu á einu móti. Við höfum vitað í nokkur ár hversu góður hann er,“ sagði Bruce í viðtali við Sky Sports. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Hal Robson-Kanu, framherji velska landsliðsins, verður ekki atvinnulaus mikið lengur eftir frábæra frammistöðu með Wales á Evrópumótinu í Frakklandi. Robson-Kanu var á mála hjá Reading frá 2007 og þar til í ár eða allan sinn atvinnumannaferil. Reading ákvað að framlengja ekki samning hans eftir síðasta tímabil og fór hann því atvinnulaus til Frakklands. Robson-Kanu skoraði tvö mörk fyrir Wales á EM, annað í riðlakeppninni gegn Slóvakíu og annað í fræknum sigri Walesverja gegn Belgíu í átta liða úrsiltum og nú syndir hann í tilboðum. Fram kemur á vef Sky Sports að kínversku liðin Beijing Guaoan og Jiangsu Suning séu bæði tilbúiin að greiða honum fimm milljónir punda í árslaun sem er töluvert meira en hann fékk hjá Reading. Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu báðir fyrir Jiangsu á síðustu leiktíð. Al Jazira Club í Abu Dhabi vill einnig fá þennan 27 ára gamla framherja í sínar raðir en sjálfur vill hann spila í ensku úrvalsdeildinni. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Watford, Hull og Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Þeim viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er mjög áhugasamur um að fá Robson-Kanu til liðs við sig og segir að það sé ekki bara vegna árangursins á EM. „Hann stóð sig frábærlega á EM en maður kaupir ekki leikmenn út af frammistöðu á einu móti. Við höfum vitað í nokkur ár hversu góður hann er,“ sagði Bruce í viðtali við Sky Sports.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira