Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2016 07:27 Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. .. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. ..
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11