Pepsi-deildarliðin í startblokkunum | Félagaskiptaglugginn opnar á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 12:00 Valur og ÍBV gætu bæði bætt við sig leikmönnum. Vísir/Anton Íslensku knattspyrnufélögin geta farið að styrkja sig með nýjum leikmönnum frá og með morgundeginum því þá opnar félagaskiptaglugginn og verður opinn til mánaðarloka. Það má búast við því að eitthvað af leikmönnum komi inn í Pepsi-deildina sem og að einhverjir skipti um lið innan hennar. Félögin í neðri hlutanum eru líkleg til að reyna að styrkja sig fyrir baráttuna um að halda sér í deildinni og þá er allt eins líklegt að toppbaráttuliðin reyni að finna mann sem getur gert útslagið á lokasprettinum. Félagaskiptaglugginn hefur verið lokaður síðan 15. maí en föstudaginn 15. júlí opnar hann að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.Knattspyrnusambandið fer yfir reglur þessu tengdu á heimasíðu sinni. Minnt er á grein 15.4 í reglugerð um félagaskipti en þar segir meðal annars: „Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils."Félagaskipti erlendis frá Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá. Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.Félagaskipti í gegnum FIFA TMS Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA (TMS).Tímabundin félagaskipti Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. Minnt á breytingar á reglum um félagaskipti, félagaskiptagjald og uppeldisbætur Minnt er á að þann 16. maí síðastliðinn tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar vel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Íslensku knattspyrnufélögin geta farið að styrkja sig með nýjum leikmönnum frá og með morgundeginum því þá opnar félagaskiptaglugginn og verður opinn til mánaðarloka. Það má búast við því að eitthvað af leikmönnum komi inn í Pepsi-deildina sem og að einhverjir skipti um lið innan hennar. Félögin í neðri hlutanum eru líkleg til að reyna að styrkja sig fyrir baráttuna um að halda sér í deildinni og þá er allt eins líklegt að toppbaráttuliðin reyni að finna mann sem getur gert útslagið á lokasprettinum. Félagaskiptaglugginn hefur verið lokaður síðan 15. maí en föstudaginn 15. júlí opnar hann að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.Knattspyrnusambandið fer yfir reglur þessu tengdu á heimasíðu sinni. Minnt er á grein 15.4 í reglugerð um félagaskipti en þar segir meðal annars: „Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils."Félagaskipti erlendis frá Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá. Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.Félagaskipti í gegnum FIFA TMS Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA (TMS).Tímabundin félagaskipti Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. Minnt á breytingar á reglum um félagaskipti, félagaskiptagjald og uppeldisbætur Minnt er á að þann 16. maí síðastliðinn tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar vel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira