Pepsi-deildarliðin í startblokkunum | Félagaskiptaglugginn opnar á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 12:00 Valur og ÍBV gætu bæði bætt við sig leikmönnum. Vísir/Anton Íslensku knattspyrnufélögin geta farið að styrkja sig með nýjum leikmönnum frá og með morgundeginum því þá opnar félagaskiptaglugginn og verður opinn til mánaðarloka. Það má búast við því að eitthvað af leikmönnum komi inn í Pepsi-deildina sem og að einhverjir skipti um lið innan hennar. Félögin í neðri hlutanum eru líkleg til að reyna að styrkja sig fyrir baráttuna um að halda sér í deildinni og þá er allt eins líklegt að toppbaráttuliðin reyni að finna mann sem getur gert útslagið á lokasprettinum. Félagaskiptaglugginn hefur verið lokaður síðan 15. maí en föstudaginn 15. júlí opnar hann að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.Knattspyrnusambandið fer yfir reglur þessu tengdu á heimasíðu sinni. Minnt er á grein 15.4 í reglugerð um félagaskipti en þar segir meðal annars: „Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils."Félagaskipti erlendis frá Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá. Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.Félagaskipti í gegnum FIFA TMS Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA (TMS).Tímabundin félagaskipti Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. Minnt á breytingar á reglum um félagaskipti, félagaskiptagjald og uppeldisbætur Minnt er á að þann 16. maí síðastliðinn tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar vel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Íslensku knattspyrnufélögin geta farið að styrkja sig með nýjum leikmönnum frá og með morgundeginum því þá opnar félagaskiptaglugginn og verður opinn til mánaðarloka. Það má búast við því að eitthvað af leikmönnum komi inn í Pepsi-deildina sem og að einhverjir skipti um lið innan hennar. Félögin í neðri hlutanum eru líkleg til að reyna að styrkja sig fyrir baráttuna um að halda sér í deildinni og þá er allt eins líklegt að toppbaráttuliðin reyni að finna mann sem getur gert útslagið á lokasprettinum. Félagaskiptaglugginn hefur verið lokaður síðan 15. maí en föstudaginn 15. júlí opnar hann að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.Knattspyrnusambandið fer yfir reglur þessu tengdu á heimasíðu sinni. Minnt er á grein 15.4 í reglugerð um félagaskipti en þar segir meðal annars: „Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils."Félagaskipti erlendis frá Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá. Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.Félagaskipti í gegnum FIFA TMS Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA (TMS).Tímabundin félagaskipti Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. Minnt á breytingar á reglum um félagaskipti, félagaskiptagjald og uppeldisbætur Minnt er á að þann 16. maí síðastliðinn tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar vel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira