Handbolti

Dagur búinn að velja þýsku Ólympíufarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika sem þjálfari.
Dagur er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika sem þjálfari. vísir/getty
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, hefur valið 14 manna lokahóp fyrir Ólympíuleikana í Ríó í næsta mánuði.

Níu af þessum 14 leikmönnum voru í þýska liðinu sem varð Evrópumeistari í janúar.

Fjórir sterkir leikmenn sem misstu af EM vegna meiðsla koma inn í hópinn; hornamennirnir Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, línumaðurinn Patrick Wiencek og skyttan Paul Drux. Þá kemur markvörðurinn Silvio Heinevetter aftur inn í hópinn en Dagur valdi hann ekki í EM-hópinn á sínum tíma.

Steffen Fäth verður svokallaður fimmtándi maður og þá ferðast þeir Carsten Lichtlein og Steffen Weinhold einnig með þýska liðinu til Ríó.

Þjóðverjar eru með Póllandi, Slóveníu, Brasilíu, Svíþjóð og Egyptalandi í riðli á Ólympíuleikunum. Fjögur efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit.

Þýska liðið hefur leik gegn því sænska 7. ágúst næstkomandi.

Markmenn:

Silvio Heinevetter - Füchse Berlin

Andreas Wolff - THW Kiel

Hornamenn:

Uwe Gensheimer - Paris Saint Germain

Tobias Reichmann - KS Vive Tauron Kielce

Patrick Groetzki - Rhein-Neckar Löwen

Línumenn:

Patrick Wiencek - THW Kiel

Hendrik Pekeler - Rhein-Neckar Löwen

Útispilarar:

Finn Lemke - SC Magdeburg

Julius Kühn - VfL Gummersbach

Christian Dissinger - THW Kiel

Martin Strobel - HBW Balingen-Weilstetten

Paul Drux - Füchse Berlin

Fabian Wiede - Füchse Berlin

Kai Häfner - TSV Hannover-Burgdorf

Fimmtándi maður:

Steffen Fäth - Füchse Berlin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×