Umfjöllun, viðtöl myndir og einkunnir: Víkingur R. - Þróttur 2-0 | Tvö Víkingsmörk í uppbótartíma Stefán Árni Pálsson á Víkingsvelli skrifar 18. júlí 2016 21:45 Varamaðurinn Óttar Magnús Karlsson átti frábæra innkomu í lið Víkings þegar liðið vann 2-0 sigur á Þrótti í lokaumferð 11. umferðar Pepsi-deildar karla.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Bæði mörk Víkinga komu í uppbótartíma leiksins en það fyrra skoraði Óttar Magnús Karlsson með frábæru langskoti. Þróttarar voru alls ekki lakara liðið í þessum leik og sköpuðu sér hættulegri færi en Víkingar. Þeir náðu ekki að nýta þau og horfðu síðan upp á Víkinga stela sigrinum í lokin. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, átti ás upp í erminni í Óttari Magnúsi og það breytti miklu fyrir Víkingsliðið þegar Óttar kom inná.Af hverju vann Víkingur ?Víkingar unnu þennan leik á reynslu, formi leikmanna og skiptingu Milos Milojevic. Þjálfarinn setti Óttar Magnús inn á völlinn á hárréttum tíma. Gaf honum tuttugu mínútur og ungur strákur eins og hann getur hlaupið endalaust í tuttugu mínútur. Þróttararnir voru bensínlausir undir lokin og þá fer einbeitingin fyrst. Fótbolti er alltaf sanngjörn íþrótt og betra liðið vinnur alltaf. Þetta snýst bara um að skora mörk.Þessir stóðu upp úrÓttar Magnús Karlsson var frábær í liði Víkinga í kvöld og breytti algjörlega gangi leiksins eftir að hann kom inn á. Það var allt annað sjá til heimamann sóknarlega eftir að hann kom inn á. Þróttarar vörðust vel í kvöld og tölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins.Hvað gekk illa?Þróttarar fengu færi en rétt eins og svo oft áður í vetur þá nýttu þeir þau ekki. Það verður að lagast hjá liðinu og ekki seinna en í gær. Björgvin Stefánsson var sprækur en þjónustan sem hann fékk í kvöld var ekki mikil. Víkingar þurfa einnig að skoða sinn leik. Sóknarlega voru þeir mjög daprir fyrstu sjötíu mínúturnar og verða að skoða það.Hvað gerist næst?Þróttarar fara í mjög erfitt verkefni og það er Kaplakriki og mætir liðið þar FH. Maður sér ekki að liðið geti náð í stig þar en maður veit aldrei í fótbolta. Víkingar mæta KR í Reykjavíkurslagnum eftir viku. Þar verður allt undir en liðin eru ekki langt frá hvort öðru í deildinni. Milos: Óttar er ekki bara sætur, heldur líka góður í fótboltaMilosvísir/anton„Ég er alveg gríðarlega ánægður og frábært að sjá Óttar skora þetta mark og koma okkur í lykilstöðu,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Það eina sem ég sagði við hann áður en ég setti hann inn á væri að njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman af,“ segir Milos en hann setti Óttar Magnús Karlsson inn á 72. mínútu og kom hann Víkingum á bragðið. „Hann gerði frábæra hluti þegar hann kom inn á og breytti flæðinu í sóknarleik okkar. Hann er ekki bara góður út af því að hann er sætur, hann er bara góður í fótbolta. Engu að síður var þetta ekki góður leikur hjá okkur og þessi tvö mörk eru ekki að fara rugla mig í ríminu, við vorum lélegir og Þróttarar voru bara einfaldlega betri en við í kvöld.“ Milos segir að lið Þróttara sé í raun mjög gott. „Þeir eru sumir öskufljótir og maður þarf að sýna þolinmæði á móti þeirra varnarleik. Ég er ánægur með formið á okkur og kannski eru þessi rauðu spjöld búin að hjálpa mínum mönnum að vera í góðu formi. Ég held að það hafi verið munurinn á liðunum undir lokin, við erum í betra formi.“ Milos segir að allir hafi verið meðvitaðir um mikilvægi leiksins. „Það var búið að tala um að þetta væri sex stiga leikur, ég veit ekki með það, ég hef aldrei fengið sex stig fyrir að vinna fótboltaleik.“ Óttar: Ég fann á mér að ég væri að fara gera eittvaðÓttar skoraði laglegt mark í kvöld.vísir/tom„Þetta var geggjað og gaman að klára þetta svona undir lokin,“ segir Óttar Magnús Karlsson, markaskorari Víkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Ég fann eitthvað á mér að ég myndi eiga góðan leik þegar ég kom inn á og það heppnaðist sem betur fer.“ Óttar segist hafa verið klár um leið og kallið kom frá Milos. „Við vorum að pressa þá mjög stíft undir lokin og það var í raun bara spurning hvenær markið myndi koma.“ Óttar fékk boltann fyrir utan vítateig, lagði hann fyrir sig á vinstri og þrumaði honum í netið. „Ég náði það góðri snertingu að ég ákvað bara að leggja hann fyrir mig og skjóta. Af hverju ekki að láta bara vaða.“ Ryder: Mjög öruggur um það að við eigum eftir að bjarga okkurvísir/eyþór„Ég sagði bara við strákana eftir leik að ég gæti ekki sagt neitt til að láta þeim líða betur og að þeir hefðu lagt gjörsamlega allt í þennan leik,“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir tapið. „Ég veit að þegar maður er á botninum í deildinni er maður þar því maður er ekki með nægilega mörg stig en við áttum alls ekki skilið að tapa þessum leik í kvöld.“ Ryder segir að liðið hafi verið vel skipulagt í kvöld og leikmenn Þróttar hafi lagt sig ótrúlega mikið fram. „Ég á eftir að sjá markið aftur en ég held að þetta hafi bara verið frábært mark hjá Óttari. Ef markmaður okkar hefði átt að gera betur, munum við bara fara yfir það og hann mun bæta sig. Ég þarf líka að sjá hvort hann hafi fengið nægilega mikla pressu á sig þegar hann fer í skotið.“ Ryder segir að liðið hafi skapað sér fín færi og hann sjái fyrir sér að mörkin fari að detta inn núna. „Ég var almennt mjög ánægður með alla leikmenn liðsins í kvöld. Þá sem komu inn af bekknum og bara alla.“ Hann segir að það sé nóg eftir af mótinu. „Við eigum enn eftir að spila fyrir 33 stigum og við eigum eftir að verða sterkari. Það eru komnir inn betri leikmenn og ég er mjög öruggur um það að við eigum eftir að bjarga okkur.“Víkingurinn Alex Freyr Hilmarsson með boltann í kvöld.Vísir/Eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Varamaðurinn Óttar Magnús Karlsson átti frábæra innkomu í lið Víkings þegar liðið vann 2-0 sigur á Þrótti í lokaumferð 11. umferðar Pepsi-deildar karla.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Bæði mörk Víkinga komu í uppbótartíma leiksins en það fyrra skoraði Óttar Magnús Karlsson með frábæru langskoti. Þróttarar voru alls ekki lakara liðið í þessum leik og sköpuðu sér hættulegri færi en Víkingar. Þeir náðu ekki að nýta þau og horfðu síðan upp á Víkinga stela sigrinum í lokin. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, átti ás upp í erminni í Óttari Magnúsi og það breytti miklu fyrir Víkingsliðið þegar Óttar kom inná.Af hverju vann Víkingur ?Víkingar unnu þennan leik á reynslu, formi leikmanna og skiptingu Milos Milojevic. Þjálfarinn setti Óttar Magnús inn á völlinn á hárréttum tíma. Gaf honum tuttugu mínútur og ungur strákur eins og hann getur hlaupið endalaust í tuttugu mínútur. Þróttararnir voru bensínlausir undir lokin og þá fer einbeitingin fyrst. Fótbolti er alltaf sanngjörn íþrótt og betra liðið vinnur alltaf. Þetta snýst bara um að skora mörk.Þessir stóðu upp úrÓttar Magnús Karlsson var frábær í liði Víkinga í kvöld og breytti algjörlega gangi leiksins eftir að hann kom inn á. Það var allt annað sjá til heimamann sóknarlega eftir að hann kom inn á. Þróttarar vörðust vel í kvöld og tölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins.Hvað gekk illa?Þróttarar fengu færi en rétt eins og svo oft áður í vetur þá nýttu þeir þau ekki. Það verður að lagast hjá liðinu og ekki seinna en í gær. Björgvin Stefánsson var sprækur en þjónustan sem hann fékk í kvöld var ekki mikil. Víkingar þurfa einnig að skoða sinn leik. Sóknarlega voru þeir mjög daprir fyrstu sjötíu mínúturnar og verða að skoða það.Hvað gerist næst?Þróttarar fara í mjög erfitt verkefni og það er Kaplakriki og mætir liðið þar FH. Maður sér ekki að liðið geti náð í stig þar en maður veit aldrei í fótbolta. Víkingar mæta KR í Reykjavíkurslagnum eftir viku. Þar verður allt undir en liðin eru ekki langt frá hvort öðru í deildinni. Milos: Óttar er ekki bara sætur, heldur líka góður í fótboltaMilosvísir/anton„Ég er alveg gríðarlega ánægður og frábært að sjá Óttar skora þetta mark og koma okkur í lykilstöðu,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Það eina sem ég sagði við hann áður en ég setti hann inn á væri að njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman af,“ segir Milos en hann setti Óttar Magnús Karlsson inn á 72. mínútu og kom hann Víkingum á bragðið. „Hann gerði frábæra hluti þegar hann kom inn á og breytti flæðinu í sóknarleik okkar. Hann er ekki bara góður út af því að hann er sætur, hann er bara góður í fótbolta. Engu að síður var þetta ekki góður leikur hjá okkur og þessi tvö mörk eru ekki að fara rugla mig í ríminu, við vorum lélegir og Þróttarar voru bara einfaldlega betri en við í kvöld.“ Milos segir að lið Þróttara sé í raun mjög gott. „Þeir eru sumir öskufljótir og maður þarf að sýna þolinmæði á móti þeirra varnarleik. Ég er ánægur með formið á okkur og kannski eru þessi rauðu spjöld búin að hjálpa mínum mönnum að vera í góðu formi. Ég held að það hafi verið munurinn á liðunum undir lokin, við erum í betra formi.“ Milos segir að allir hafi verið meðvitaðir um mikilvægi leiksins. „Það var búið að tala um að þetta væri sex stiga leikur, ég veit ekki með það, ég hef aldrei fengið sex stig fyrir að vinna fótboltaleik.“ Óttar: Ég fann á mér að ég væri að fara gera eittvaðÓttar skoraði laglegt mark í kvöld.vísir/tom„Þetta var geggjað og gaman að klára þetta svona undir lokin,“ segir Óttar Magnús Karlsson, markaskorari Víkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Ég fann eitthvað á mér að ég myndi eiga góðan leik þegar ég kom inn á og það heppnaðist sem betur fer.“ Óttar segist hafa verið klár um leið og kallið kom frá Milos. „Við vorum að pressa þá mjög stíft undir lokin og það var í raun bara spurning hvenær markið myndi koma.“ Óttar fékk boltann fyrir utan vítateig, lagði hann fyrir sig á vinstri og þrumaði honum í netið. „Ég náði það góðri snertingu að ég ákvað bara að leggja hann fyrir mig og skjóta. Af hverju ekki að láta bara vaða.“ Ryder: Mjög öruggur um það að við eigum eftir að bjarga okkurvísir/eyþór„Ég sagði bara við strákana eftir leik að ég gæti ekki sagt neitt til að láta þeim líða betur og að þeir hefðu lagt gjörsamlega allt í þennan leik,“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir tapið. „Ég veit að þegar maður er á botninum í deildinni er maður þar því maður er ekki með nægilega mörg stig en við áttum alls ekki skilið að tapa þessum leik í kvöld.“ Ryder segir að liðið hafi verið vel skipulagt í kvöld og leikmenn Þróttar hafi lagt sig ótrúlega mikið fram. „Ég á eftir að sjá markið aftur en ég held að þetta hafi bara verið frábært mark hjá Óttari. Ef markmaður okkar hefði átt að gera betur, munum við bara fara yfir það og hann mun bæta sig. Ég þarf líka að sjá hvort hann hafi fengið nægilega mikla pressu á sig þegar hann fer í skotið.“ Ryder segir að liðið hafi skapað sér fín færi og hann sjái fyrir sér að mörkin fari að detta inn núna. „Ég var almennt mjög ánægður með alla leikmenn liðsins í kvöld. Þá sem komu inn af bekknum og bara alla.“ Hann segir að það sé nóg eftir af mótinu. „Við eigum enn eftir að spila fyrir 33 stigum og við eigum eftir að verða sterkari. Það eru komnir inn betri leikmenn og ég er mjög öruggur um það að við eigum eftir að bjarga okkur.“Víkingurinn Alex Freyr Hilmarsson með boltann í kvöld.Vísir/Eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira