Svört skýrsla sýnir að rússnesk stjórnvöld stóðu á bak við lyfjasvindlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2016 16:53 Frá keppni á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014. Vísir/Getty Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid Sjá meira
Skýrsla sem kom út í dag um ólöglega lyfjanotkun í rússneskum íþróttum er mikið áfall fyrir allan íþróttaheiminn enda sannast þar að Rússar hafi með skipulögðum hætti aðstoðað íþróttamenn sína við að svindla á lyfjaprófum. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, fór ítarlega í gegnum meint lyfjahneyksli í rússneskum íþróttum undanfarin ár. Richard McLaren fór fyrir nefndinni og kynnti niðurstöður hennar í dag og fáir hefðu getað ímyndað sér hversu djúpt sokknir Rússar voru í svindlinu. Í skýrslunni kemur fram að rússnesk stjórnvöld tóku með virkum hætti þátt í því að aðstoða íþróttamenn sína við að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Svindlið stóð yfir frá árinu 2011, fyrir Ólympíuleikana í London 2012 fram til ágúst 2015 þegar heimurinn fór fyrst að komast að því sanna í málinu. Fjöldi íþróttamanna, sem áttu ekki að geta komist í gegnum lyfjapróf og höfðu því aldrei átt að fá að keppa á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014, fengu þannig keppnisrétt þar sökum þess að jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum þeirra var hreinlega eytt. „Við höfum skoðað þvagprufur frá rússneskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í Sotsjí og þar kom í ljós að það var búið að eiga við þau öll," sagði Richard McLaren á blaðamannafundi í Kanada. Með þessu komust rússneskir íþróttamenn upp með það að falla á lyfjaprófum. McLaren segir að Rússar hafi hreinlega skipt jákvæðu sýnunum út fyrir "hrein" sýni. Rússneska frjálsíþróttir voru settar í bann í desember og nú þykir líklegt að enginn rússneskur íþróttamaður keppi á Ólympíuleikunum í Ríó nema þá undir hlutlausum fána og aðeins með því að sanna það að viðkomandi sé hreinn. 339 rússneskir íþróttamenn hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó í 26 íþróttagreinum en leikarnir hefjast eftir aðeins 18 daga. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Kanada eru meðal þeirra sem hafa þegar krafist þess að allir rússneskir íþróttamenn verði bannaðir á leikunum í Ríó. Hvort það verði niðurstaðan verður að koma í ljóst en þessi mjög svarta skýrsla mun örugglega hafa mikinn áhrif á þátttöku Rússa á leikunum.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid Sjá meira