Hefðbundinn skotgrafahernaður Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. júlí 2016 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 29. júní ítrekar iðnaðar- og viðskiptaráðherra áhugaleysi sitt á opinberri þjónustu við almenning. Ég og ráðherrann erum sammála um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúið, en það skilur á milli þegar kemur að því að afla tekna af ferðamönnum til að standa undir notkun þeirra á almannaþjónustu. Ráðherrann vill meina að ég standi fyrir hefðbundinni vinstrimennsku þegar ég legg til að við öflum meiri tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu. Ég tel hins vegar að um heilbrigða skynsemi sé að ræða og að með tillögunni sé gætt að brýnum hagsmunum þjóðarinnar. Ráðherra segist hafa mótað stefnu og stofnsett Stjórnstöð ferðamála. Það er bara ekki nóg til að takast á við áður óþekkta fjölgun ferðamanna. Við þurfum aðgerðir til að mæta gjörbreyttum aðstæðum. Aðgerðarleysi iðnaðar- og viðskiptaráðherra býður upp á aukinn átroðning, skort á hreinlætisaðstöðu, aukið álag á bráðamóttöku, sjúkraflutninga, lögreglu og hjálparsveitir og hærri slysatíðni bæði á vegum og á ferðamannastöðum. Það er í raun undarlegt að ráðherrann telji að það þurfi ekki að afla frekari tekna því hún mælti sjálf fyrir náttúrupassanum sáluga einmitt til að afla frekari tekna af ferðamönnum. Gjaldtakan sem Ragnheiður Elín mælti fyrir var flókin og óaðgengileg enda komst frumvarpið ekki einu sinni til 2. umræðu í þinginu. Hugmynd mín um að færa virðisaukaskatt á gistingu úr neðra þrepi í almennt þrep er einföld aðgerð með skýru lagaumhverfi sem gæti skilað 10 milljörðum árlega í auknar tekjur. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar sem byggir afkomu á einstakri náttúru Íslands þarf að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Öðruvísi verður ekki sátt um starfsumhverfi hennar. Ný ríkistjórn verður að tryggja betri vegi, sterkari heilbrigðisþjónustu og ekki síst öryggi og ánægju ferðamanna. Staðan er alvarleg en núverandi ráðherra ferðamála býður okkur upp á hefðbundinn skotgrafahernað í stað raunhæfra lausna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 29. júní ítrekar iðnaðar- og viðskiptaráðherra áhugaleysi sitt á opinberri þjónustu við almenning. Ég og ráðherrann erum sammála um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúið, en það skilur á milli þegar kemur að því að afla tekna af ferðamönnum til að standa undir notkun þeirra á almannaþjónustu. Ráðherrann vill meina að ég standi fyrir hefðbundinni vinstrimennsku þegar ég legg til að við öflum meiri tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu. Ég tel hins vegar að um heilbrigða skynsemi sé að ræða og að með tillögunni sé gætt að brýnum hagsmunum þjóðarinnar. Ráðherra segist hafa mótað stefnu og stofnsett Stjórnstöð ferðamála. Það er bara ekki nóg til að takast á við áður óþekkta fjölgun ferðamanna. Við þurfum aðgerðir til að mæta gjörbreyttum aðstæðum. Aðgerðarleysi iðnaðar- og viðskiptaráðherra býður upp á aukinn átroðning, skort á hreinlætisaðstöðu, aukið álag á bráðamóttöku, sjúkraflutninga, lögreglu og hjálparsveitir og hærri slysatíðni bæði á vegum og á ferðamannastöðum. Það er í raun undarlegt að ráðherrann telji að það þurfi ekki að afla frekari tekna því hún mælti sjálf fyrir náttúrupassanum sáluga einmitt til að afla frekari tekna af ferðamönnum. Gjaldtakan sem Ragnheiður Elín mælti fyrir var flókin og óaðgengileg enda komst frumvarpið ekki einu sinni til 2. umræðu í þinginu. Hugmynd mín um að færa virðisaukaskatt á gistingu úr neðra þrepi í almennt þrep er einföld aðgerð með skýru lagaumhverfi sem gæti skilað 10 milljörðum árlega í auknar tekjur. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar sem byggir afkomu á einstakri náttúru Íslands þarf að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Öðruvísi verður ekki sátt um starfsumhverfi hennar. Ný ríkistjórn verður að tryggja betri vegi, sterkari heilbrigðisþjónustu og ekki síst öryggi og ánægju ferðamanna. Staðan er alvarleg en núverandi ráðherra ferðamála býður okkur upp á hefðbundinn skotgrafahernað í stað raunhæfra lausna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar