Fyrrum þjálfari Kolbeins: „Aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 12:00 Yahoo heimsótti Þránd Sigurðsson í Víkinga en hann þjálfaði barnastjörnuna Kolbein Sigþórsson. vísir/afp Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska fótboltaundrinu minnkar ekkert við gott gengi strákanna okkar í Frakklandi. Fjallað er um grasrótina í íslenska boltanum í grein á vefsíðu Yahoo. Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, er sagður gott dæmi um uppeldisstarf hjá íslenskum fótboltaliðum þar sem vel menntaðir þjálfarar sinna sínum störfum við góðar aðstæður. Þarna er kannski aðeins fært í stílinn með Kolbein sem var orðinn tólf ára gamall þegar fyrsta knattspyrnuhöllin reis á Íslandi en vissulega var vel séð um þennan hæfileikaríka strák sem var algjör barnastjarna á yngri árum í Víkingi. „Hann var stór og fljótur. Hann sá alltaf markið og elskaði að skora. Ég hef aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings sem hefur þjálfað börn og unglinga hjá Reykjavíkurfélaginu í áratugi. Bjarki Már Sverrisson, þjálfari hjá Aftureldingu, er einn þeirra þjálfara sem stuðla að því að skila góðum leikmönnum upp úr yngri flokka starfinu heima, að því segir í grein Yahoo. „Íslenska knattspyrnusambandið hefur staðið sig frábærlega í að mennta þjálfara. Krakkar frá sex ára aldri og upp úr fá menntaða þjálfara,“ segir hann. Fyrir mörgum árum kynntist Bjarki Már markverði einum í Mosfellsbænum sem heitir Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn hefur náð langt á síðasta áratug með mikinn vilja að vopni og er nú einn besti markvörður Evrópumótsins. „Ég sá hvað hann gat á þeim tíma og hann hefur lagt mikið á sig síðan þá,“ segir Bjarki Már Sverrisson. En getur þetta haldið áfram? Getur íslenska landsliðið haldið áfram að fella risa og standa sig á stórmótum? Það vill Þrándur Sigurðsson meina. „U21 árs liðið okkar er virkilega sterkt þannig ég er fullviss um að þeir muni standa sig í framtíðinni. Strákarnir sem eru á leiðinni eru jafnsterkir og þeir sem eru í landsliðinu núna,“ segir Þrándur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska fótboltaundrinu minnkar ekkert við gott gengi strákanna okkar í Frakklandi. Fjallað er um grasrótina í íslenska boltanum í grein á vefsíðu Yahoo. Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, er sagður gott dæmi um uppeldisstarf hjá íslenskum fótboltaliðum þar sem vel menntaðir þjálfarar sinna sínum störfum við góðar aðstæður. Þarna er kannski aðeins fært í stílinn með Kolbein sem var orðinn tólf ára gamall þegar fyrsta knattspyrnuhöllin reis á Íslandi en vissulega var vel séð um þennan hæfileikaríka strák sem var algjör barnastjarna á yngri árum í Víkingi. „Hann var stór og fljótur. Hann sá alltaf markið og elskaði að skora. Ég hef aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings sem hefur þjálfað börn og unglinga hjá Reykjavíkurfélaginu í áratugi. Bjarki Már Sverrisson, þjálfari hjá Aftureldingu, er einn þeirra þjálfara sem stuðla að því að skila góðum leikmönnum upp úr yngri flokka starfinu heima, að því segir í grein Yahoo. „Íslenska knattspyrnusambandið hefur staðið sig frábærlega í að mennta þjálfara. Krakkar frá sex ára aldri og upp úr fá menntaða þjálfara,“ segir hann. Fyrir mörgum árum kynntist Bjarki Már markverði einum í Mosfellsbænum sem heitir Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn hefur náð langt á síðasta áratug með mikinn vilja að vopni og er nú einn besti markvörður Evrópumótsins. „Ég sá hvað hann gat á þeim tíma og hann hefur lagt mikið á sig síðan þá,“ segir Bjarki Már Sverrisson. En getur þetta haldið áfram? Getur íslenska landsliðið haldið áfram að fella risa og standa sig á stórmótum? Það vill Þrándur Sigurðsson meina. „U21 árs liðið okkar er virkilega sterkt þannig ég er fullviss um að þeir muni standa sig í framtíðinni. Strákarnir sem eru á leiðinni eru jafnsterkir og þeir sem eru í landsliðinu núna,“ segir Þrándur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37
Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52
Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00
„Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30