Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: "Horfandi á ÍA sérðu ekki hverjar eru atvinnumenn"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sjötti þáttur Pepsi-marka kvenna var á dagskrá í gærkvöldi þar sem meðal annars var farið yfir stöðu ÍA sem er á botninum með 1 stig. Þær fengu skell í umferðinni gegn bikarmeisturum Stjörnunnar, 6-0.

„Ef þær eru bara með fimmtán á skýrslu þá hljóta þær að vera með einhverja leikmenn sem geta ekki verið þarna eða einhver meiðsli í gangi,” sagði Rakel Logadóttir, annar sérfræðingur þáttarins.

ÍA hefur bara skorað eitt mark og það var í jafnteflisleik á móti Fylki. Þær þurfa klárlega að átta sig á því að þær þurfa að setja upp plan til að skora mörk og halda hreinu,” sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss og hinn spekingur þáttar gærkvöldsins.

„Þær hafa ekki verið að fá svona mikið af mörkum á sig í leikjum og oftast spilað frekar sterka vörn, en ég vill setja spurningarmerki við þessa erlendu leikmenn sem eru í þessu liði.”

Með liðinu leika þær Megan Dunningan, Rachel Owens og Jaclyn Pourcel, en Gunnar efast um styrkleika þeirra efitr byrjun þeirra á mótinu.

„Eflaust ágætis stúlkur og ágætar í fótbolta, en þarna ertu með ungt lið og ætlar að halda áfram að byggja upp þá verðuru að taka inn sterkari erlenda leikmenn.”

„Þú verður að taka inn leikmenn sem geta haldið boltanum, sem eru karakterar og þú sérð að þetta sé einhver sem er að gera ungu leikmennina betri. Horfandi á ÍA-liðið sérðu ekki hverjar eru atvinnumenn,” sagði Gunnar.

Allt innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar sem þáttarstjórnandinn Helena Ólafsdóttir og þau Gunnar og Rakel fóru ofan í kjölin á málum ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×