Flugumferðarstjórar leita til dómstóla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júlí 2016 19:13 Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu en félagið telur lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra brjóta gegn stjórnarskrá. Félagsmenn felldu nýjan kjarasamning og hefur gerðardómur verið kallaður saman. Flugumferðarstjórar undirrituðu kjarasamning hinn 25. júní síðastliðinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslu um samninginn lágu fyrir í morgun en 90 prósent félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra tóku þátt. Alls samþykktu tæp 40 prósent samninginn en rúm 60 prósent höfnuðu honum. „Það má segja sem svo að félagsmenn hafi metið það sem svo að það væri vænlegra að fara fyrir gerðardóm heldur að samþykkja þennan samning. Þeim hafi þótt þær hækkanir sem voru í þessum samningi of dýru verði keyptar,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.Gerðardómur kallaður samanSamkvæmt lögum sem Alþingi setti í síðasta mánuði á yfirvinnubann flugumferðarstjóra, hefur þessi niðurstaða þau áhrif að gerðardómur hefur nú verið kallaður saman til að ákveða kaup og kjör flugumferðarstjóra. Félag flugumferðarstjóra telur þó að þessi lög brjóti gegn stjórnarskrá og mun félagið láta reyna á þau fyrir dómi. „Það er náttúrulega svipað og átti sér stað í fyrrasumar með BHM og hjúkrunarfræðinga að okkur finnst bara að stéttarfélög eigi ekki að taka því þegjandi þegar ríkið setur á þau lög. Og við viljum bara leggja okkar að mörkum við að vernda rétt stéttarfélaga í landinu þess vegna förum við í mál við ríkið, til að leita réttar okkar gagnvart þessari lagasetningu,“ segir Sigurjón.Þú nefnir BHM málið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í því máli að Alþingi hefði verið heimilt að setja þau lög. Af hverju ætti ekki það sama að gilda í þessu máli?„Við teljum okkur hafa sterkara mál í höndunum en BHM.“Hvers vegna?„Það verður að útkljást bara í dómsölum,“ segir Sigurjón. Gerðardómur þarf samkvæmt lögunum að skila niðurstöðu fyri 18. júlí næstkomandi. Garðar Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður dómsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tíminn væri óþægilega knappur. Þó yrði reynt að ná niðurstöðu fyrir þennan tíma.Dregist töluvert aftur úrSamkvæmt 3. gr. laganna skal gerðardómur við ákvarðanir um laun flugumferðarstjóra fyrst og fremst taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri.Er ekki ljóst af þessum texta að þið eruð að fara að fá sömu hækkanir og aðrar stéttir undanfarið?„Ja, nú veltur það bara á því hvað gerðardómur tekur mörg misseri. Það er ekki sagt hversu mörg misseri þeir eigi að taka til greina. Og eins og ég hef bent á margoft áður að þá höfum við dregist töluvert aftur úr á síðustu um það bil fimm árum,“ segir Sigurjón.Hugsanlega frekari truflanir á flugumferðAðspurður hvort frekari truflanir verði á flugumferð næstu vikur vegna kjarabaráttunnar segir Sigurjón að aðgerðum félagsins sé lokið en þó sé mannekla í stéttinni og það vandamál sé ekki búið að leysa. „Þannig að, jú hugsanlega kemur til einhverra truflana. En við getum ekki sagt fyrir fram hvenær eða hvernig,“ segir Sigurjón. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni. 19. júní 2016 11:29 Flugumferðarstjórar felldu nýgerða kjarasamninga Það stefnir allt í það að gerðardómur muni ákvarða kaup og kjör flugumferðarstjóra. 4. júlí 2016 09:50 Flugumferðarstjórar og Samtök atvinnulífsins hafa samið Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan í apríl. 25. júní 2016 08:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu en félagið telur lög á yfirvinnubann flugumferðarstjóra brjóta gegn stjórnarskrá. Félagsmenn felldu nýjan kjarasamning og hefur gerðardómur verið kallaður saman. Flugumferðarstjórar undirrituðu kjarasamning hinn 25. júní síðastliðinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslu um samninginn lágu fyrir í morgun en 90 prósent félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra tóku þátt. Alls samþykktu tæp 40 prósent samninginn en rúm 60 prósent höfnuðu honum. „Það má segja sem svo að félagsmenn hafi metið það sem svo að það væri vænlegra að fara fyrir gerðardóm heldur að samþykkja þennan samning. Þeim hafi þótt þær hækkanir sem voru í þessum samningi of dýru verði keyptar,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.Gerðardómur kallaður samanSamkvæmt lögum sem Alþingi setti í síðasta mánuði á yfirvinnubann flugumferðarstjóra, hefur þessi niðurstaða þau áhrif að gerðardómur hefur nú verið kallaður saman til að ákveða kaup og kjör flugumferðarstjóra. Félag flugumferðarstjóra telur þó að þessi lög brjóti gegn stjórnarskrá og mun félagið láta reyna á þau fyrir dómi. „Það er náttúrulega svipað og átti sér stað í fyrrasumar með BHM og hjúkrunarfræðinga að okkur finnst bara að stéttarfélög eigi ekki að taka því þegjandi þegar ríkið setur á þau lög. Og við viljum bara leggja okkar að mörkum við að vernda rétt stéttarfélaga í landinu þess vegna förum við í mál við ríkið, til að leita réttar okkar gagnvart þessari lagasetningu,“ segir Sigurjón.Þú nefnir BHM málið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í því máli að Alþingi hefði verið heimilt að setja þau lög. Af hverju ætti ekki það sama að gilda í þessu máli?„Við teljum okkur hafa sterkara mál í höndunum en BHM.“Hvers vegna?„Það verður að útkljást bara í dómsölum,“ segir Sigurjón. Gerðardómur þarf samkvæmt lögunum að skila niðurstöðu fyri 18. júlí næstkomandi. Garðar Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður dómsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tíminn væri óþægilega knappur. Þó yrði reynt að ná niðurstöðu fyrir þennan tíma.Dregist töluvert aftur úrSamkvæmt 3. gr. laganna skal gerðardómur við ákvarðanir um laun flugumferðarstjóra fyrst og fremst taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri.Er ekki ljóst af þessum texta að þið eruð að fara að fá sömu hækkanir og aðrar stéttir undanfarið?„Ja, nú veltur það bara á því hvað gerðardómur tekur mörg misseri. Það er ekki sagt hversu mörg misseri þeir eigi að taka til greina. Og eins og ég hef bent á margoft áður að þá höfum við dregist töluvert aftur úr á síðustu um það bil fimm árum,“ segir Sigurjón.Hugsanlega frekari truflanir á flugumferðAðspurður hvort frekari truflanir verði á flugumferð næstu vikur vegna kjarabaráttunnar segir Sigurjón að aðgerðum félagsins sé lokið en þó sé mannekla í stéttinni og það vandamál sé ekki búið að leysa. „Þannig að, jú hugsanlega kemur til einhverra truflana. En við getum ekki sagt fyrir fram hvenær eða hvernig,“ segir Sigurjón.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni. 19. júní 2016 11:29 Flugumferðarstjórar felldu nýgerða kjarasamninga Það stefnir allt í það að gerðardómur muni ákvarða kaup og kjör flugumferðarstjóra. 4. júlí 2016 09:50 Flugumferðarstjórar og Samtök atvinnulífsins hafa samið Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan í apríl. 25. júní 2016 08:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni. 19. júní 2016 11:29
Flugumferðarstjórar felldu nýgerða kjarasamninga Það stefnir allt í það að gerðardómur muni ákvarða kaup og kjör flugumferðarstjóra. 4. júlí 2016 09:50
Flugumferðarstjórar og Samtök atvinnulífsins hafa samið Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan í apríl. 25. júní 2016 08:17