Breytir lífi ungmenna á hjólum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. júlí 2016 07:00 Þorvaldur með góðum hópi í blíðskaparveðri í Siglunesi í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Samfélag Ungmenni í hópnum Hjólakrafti hafa náð eftirtektarverðum árangri. „Starfsemi hjólakrafts gengur út á að fá ungt fólk til að gera, frekar en gera ekki,“ segir Þorvaldur Daníelsson sem stofnaði samtökin árið 2014 fyrir börn og unglinga sem hafa háð baráttu við lífsstílssjúkdóma. Upphaflega voru samtökin í samstarfi við Heilsuskóla Landspítalans, þangað sem fjölskyldur ungmenna, sem glíma við ofþyngd eða vanlíðan tengda hreyfingarleysi, leita. Hugmyndin með Hjólakrafti var sú að virkja ungmenni til betra lífs og kynna hjólaíþróttina fyrir þeim sem höfðu ekki fundið sig í öðrum íþróttum. „Ég hef fengið til liðs við mig ungt fólk sem hefur áhuga á hjólreiðum, vill spreyta sig en hefur kannski ekki fengið tækifæri til þess. En líka ungmenni sem hafa ekki áhuga á neinu og hafa jafnvel aldrei verið í íþróttum. Við vinnum svo saman í því að finna tilgang,“ segir Þorvaldur.Starf um allt land Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og á tveimur árum hefur starfsemi samtakanna Hjólakrafts breiðst um landið. Nú heldur Þorvaldur námskeið fyrir börn og unglinga í samstarfi við hina ýmsu aðila, svo sem bæjarfélög, skóla og foreldrafélög. Þorvaldur er með hjólahópa á Egilsstöðum, Selfossi, Grindavík, Sandgerði, Garði, Gufunesbæ og opinn hóp í Reykjavík. Þá er Þorvaldur í samstarfi við Norðlingaskóla. WOW Cyclothon í ár var til styrktar uppbyggingu Hjólakrafts og hann heldur því áfram uppbyggingu sinni. Þorvaldur leitast við að hvetja ungmennin í Hjólakrafti áfram og styðja þau. „Fyrst þegar Hjólakraftur keppti í Wow Cyclothoninu vorum við í samstarfi við Heilsuskólann en mig langaði svo að þróa verkefnið áfram og bjóða fleiri velkomna. Það hefur gengið gríðarlega vel og allir eru í raun velkomnir að koma og vera með,“ segir hann. Þorvaldur segir stuðning foreldra skipta miklu máli í því hvernig til tekst. „Þegar foreldrar styðja vel við börn sín, þá gengur betur. Enn betur þegar þeir standa upp af hliðarlínunni og taka þátt sjálfir. Ég er með heilu fjölskyldurnar sem hafa verið að taka alls kyns áskorunum og þykir sjálfum sem þau hafi breytt lífi sínu til hins betra.“Tengslin dýrmæt „Fólk trúir vart árangrinum sem ungmenni og fjölskyldur þeirra hafa náð. Það er svo margt sem gerist. Það myndast tengsl. Tengslin eru okkur öllum svo dýrmæt og tilfinningin að tilheyra,“ segir Þorvaldur sem leggur mikið upp úr samstöðu í Hjólakrafti. „Við erum öll eins klædd, það eyðir öllum mun ef hann er þá til staðar. Við höfum líka fengið aðstoð frá hjólreiðaversluninni Erninum og því hefur þetta gengið eins og í sögu,“ segir hann. Þorvaldur þekkir það sjálfur að venda kvæði sínu í kross og takast á við erfiðleika. Hann missti eiginkonu sína fyrir sjö árum og hefur síðan þá vandað sig við að vera börnum sínum fyrirmynd. „Og reyndar mér sjálfum. Eftir að kona mín veiktist þá varð ég framkvæmdastjóri hjá stuðningsfélaginu Krafti, ég bætti líka við mig námi og tók MBA-gráðu í HR á síðasta ári. Í Krafti var Hjólakraftur stofnaður. Nú er þetta mitt aðalstarf og er lífsviðurværi mitt og barna minna.“ Með Þorvaldi starfar einnig fjöldi fólks sem leggur honum og ungmennunum lið. „Þetta er úrvalslið stuðningsmanna sem vill aðstoða þessa krakka, í hjólaferðum okkar hafa ferðast með sálfræðingar, félagsfræðingar, sjúkraflutningamenn og atvinnubílstjórar. Þá hefur Lukka á veitingastaðnum Happ einnig lagt okkur lið. Næsta vetur verð ég í samstarfi við Icelandic Health Symposium sem ætlar að fræða okkur um næringuna okkar og svo ætlar vinur minn, Tolli Morthens, að koma að málum með mér og fara með okkur í alls kyns vinnu eins og hugleiðslu og slíkt. Hugmyndin að baki Hjólakrafti er að þróast – þetta er ekki komið á neina endastöð. Þetta er gefandi á allan hátt og ég er sjálfur að læra helling á þessu og er að þróa þetta eftir því sem tíminn líður,“ segir Þorvaldur. Wow Cyclothon Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Samfélag Ungmenni í hópnum Hjólakrafti hafa náð eftirtektarverðum árangri. „Starfsemi hjólakrafts gengur út á að fá ungt fólk til að gera, frekar en gera ekki,“ segir Þorvaldur Daníelsson sem stofnaði samtökin árið 2014 fyrir börn og unglinga sem hafa háð baráttu við lífsstílssjúkdóma. Upphaflega voru samtökin í samstarfi við Heilsuskóla Landspítalans, þangað sem fjölskyldur ungmenna, sem glíma við ofþyngd eða vanlíðan tengda hreyfingarleysi, leita. Hugmyndin með Hjólakrafti var sú að virkja ungmenni til betra lífs og kynna hjólaíþróttina fyrir þeim sem höfðu ekki fundið sig í öðrum íþróttum. „Ég hef fengið til liðs við mig ungt fólk sem hefur áhuga á hjólreiðum, vill spreyta sig en hefur kannski ekki fengið tækifæri til þess. En líka ungmenni sem hafa ekki áhuga á neinu og hafa jafnvel aldrei verið í íþróttum. Við vinnum svo saman í því að finna tilgang,“ segir Þorvaldur.Starf um allt land Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og á tveimur árum hefur starfsemi samtakanna Hjólakrafts breiðst um landið. Nú heldur Þorvaldur námskeið fyrir börn og unglinga í samstarfi við hina ýmsu aðila, svo sem bæjarfélög, skóla og foreldrafélög. Þorvaldur er með hjólahópa á Egilsstöðum, Selfossi, Grindavík, Sandgerði, Garði, Gufunesbæ og opinn hóp í Reykjavík. Þá er Þorvaldur í samstarfi við Norðlingaskóla. WOW Cyclothon í ár var til styrktar uppbyggingu Hjólakrafts og hann heldur því áfram uppbyggingu sinni. Þorvaldur leitast við að hvetja ungmennin í Hjólakrafti áfram og styðja þau. „Fyrst þegar Hjólakraftur keppti í Wow Cyclothoninu vorum við í samstarfi við Heilsuskólann en mig langaði svo að þróa verkefnið áfram og bjóða fleiri velkomna. Það hefur gengið gríðarlega vel og allir eru í raun velkomnir að koma og vera með,“ segir hann. Þorvaldur segir stuðning foreldra skipta miklu máli í því hvernig til tekst. „Þegar foreldrar styðja vel við börn sín, þá gengur betur. Enn betur þegar þeir standa upp af hliðarlínunni og taka þátt sjálfir. Ég er með heilu fjölskyldurnar sem hafa verið að taka alls kyns áskorunum og þykir sjálfum sem þau hafi breytt lífi sínu til hins betra.“Tengslin dýrmæt „Fólk trúir vart árangrinum sem ungmenni og fjölskyldur þeirra hafa náð. Það er svo margt sem gerist. Það myndast tengsl. Tengslin eru okkur öllum svo dýrmæt og tilfinningin að tilheyra,“ segir Þorvaldur sem leggur mikið upp úr samstöðu í Hjólakrafti. „Við erum öll eins klædd, það eyðir öllum mun ef hann er þá til staðar. Við höfum líka fengið aðstoð frá hjólreiðaversluninni Erninum og því hefur þetta gengið eins og í sögu,“ segir hann. Þorvaldur þekkir það sjálfur að venda kvæði sínu í kross og takast á við erfiðleika. Hann missti eiginkonu sína fyrir sjö árum og hefur síðan þá vandað sig við að vera börnum sínum fyrirmynd. „Og reyndar mér sjálfum. Eftir að kona mín veiktist þá varð ég framkvæmdastjóri hjá stuðningsfélaginu Krafti, ég bætti líka við mig námi og tók MBA-gráðu í HR á síðasta ári. Í Krafti var Hjólakraftur stofnaður. Nú er þetta mitt aðalstarf og er lífsviðurværi mitt og barna minna.“ Með Þorvaldi starfar einnig fjöldi fólks sem leggur honum og ungmennunum lið. „Þetta er úrvalslið stuðningsmanna sem vill aðstoða þessa krakka, í hjólaferðum okkar hafa ferðast með sálfræðingar, félagsfræðingar, sjúkraflutningamenn og atvinnubílstjórar. Þá hefur Lukka á veitingastaðnum Happ einnig lagt okkur lið. Næsta vetur verð ég í samstarfi við Icelandic Health Symposium sem ætlar að fræða okkur um næringuna okkar og svo ætlar vinur minn, Tolli Morthens, að koma að málum með mér og fara með okkur í alls kyns vinnu eins og hugleiðslu og slíkt. Hugmyndin að baki Hjólakrafti er að þróast – þetta er ekki komið á neina endastöð. Þetta er gefandi á allan hátt og ég er sjálfur að læra helling á þessu og er að þróa þetta eftir því sem tíminn líður,“ segir Þorvaldur.
Wow Cyclothon Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira