Erlent

Pistorius dæmdur í sex ára fangelsi fyrir morð

Samúel Karl Ólason skrifar
Oscar Pistorius.
Oscar Pistorius. Vísir/EPA
Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að myrða kærustu sína Reevu Steinkamp á Valentínusardaginn árið 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum hurð á heimili þeirra. Pistorius viðurkenndi að hafa skotið hana og sagðist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.

Hann var upprunalega dæmdur fyrir manndráp. Þeim dómi var svo breytt í morðdóm í desember.

Lágmarksdómur fyrir morð í Suður-Afríku er fimmtán ár, en dómari málsins taldi upp fjölmargar staðreyndir sem hún taldi til mildunar dómsins.

Sú staðreynd að Pistorius, sem er 29 ára, reyndi að bjarga lífi Steinkamp var honum til mikillar mildunar samkvæmt dómaranum. Sem og sú staðreynd að hann hefur ítrekað reynt að biðja fjölskyldu hennar afsökunar.

Pistorius gæti færið á skilorð eftir að hafa setið í fangelsi í þrjú ár. Hann hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi áður en manndrápsdómnum var breytt í morðdóm. Hann hefur þegar setið í fangelsi í eitt ár.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×