Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Una Sighvatsdóttir skrifar 7. júlí 2016 19:18 Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira