Fasteignasjóðir í miklum vanda Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 08:00 Fjármálahverfi London. Vísir/Getty Fjárfestum hefur verið bannað að taka út reiðufé vegna eigna sinna í nokkrum breskum fasteignasjóðum í kjölfar niðurstöðu Brexit-kosninganna. Hlutabréf í breskum fyrirtækjum sem reka fasteignasjóði og í helstu fasteignasjóðum Bretlands hafa lækkað um allt að tuttugu prósent frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ein aðalástæða þess er óvissa fjárfesta um hlutverk London sem fjármálamiðstöðvar utan Evrópusambandsins. Frá því að Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þess að áhrifa Brexit væri nú þegar farið að gæta í efnahagslífinu hafa nokkrir stórir breskir fasteignasjóðir tekið á það ráð að banna innlausnir. Aviva og Standard Life höfðu þegar bannað innlausnir þegar M&G, stærsti fasteignasjóður Bretlands, tilkynnti áform um það. The Financial Times greinir frá því að ekki hafi allir sjóðir ákveðið að gera þetta. Forsvarsmenn Legal & General, sem rekur 2,5 milljarða punda fasteignasjóð, hafi til dæmis lýst því yfir að þeir muni ekki gera það. Fjölmörg fyrirtæki hafa hins vegar skorið niður verðmat fasteignasjóða sinna. The Guardian greinir frá því að Aberdeen Asset Management hafi tilkynnt á miðvikudaginn að viðskipti yrðu stöðvuð í fasteignasjóði fyrirtækisins í sólarhring og virði sjóðsins yrði lækkað um sautján prósent. Legal & General tilkynnti svo um tíu prósenta lækkun á fimmtudaginn eftir fimm prósenta lækkun í síðustu viku. Loks tilkynntu Foreign & Colonial og Kames einnig um fimm prósenta lækkun á fimmtudaginn. Svipuð gengislækkun átti sér stað í Bretlandi árin 2007 til 2008 þegar verðmat var leiðrétt um fjörutíu prósent. Hlutabréf í breskum fyrirtækjum sem reka fasteignasjóði hafa lækkað um tíu til tuttugu prósent frá Brexit-kosningunum fram að eftirmiðdeginum í gær og gengi hlutabréfa í Land Securities, stærsta fasteignafélagi Bretlands, höfðu lækkað um rúmlega fimmtán prósent. Það gæti komið til þess að verslunarmiðstöðvar, skrifstofuhúsnæði og vöruhúsnæði fyrir allt að fimm milljarða punda, jafnvirði tæplega 800 milljarða íslenskra króna, yrðu seld út af þessum sveiflum. Mike Prew, sérfræðingur hjá Jefferies, segir í samtali við The Guardian, að þetta gæti verið gert til að endurgreiða fjárfestum. Sérfræðingar óttast að þessi þróun gæti leitt til efnahagskreppu. Business Standard greinir frá því að Bill Gross, sérfræðingur hjá Janus Capital, segi ástæðurnar minna á atburðarásina fyrir hrun Lehman Brothers árið 2008. „Ef þessir fasteignasjóðir eru bara ein vísbending, þá munu kannski aðrir fylgja. Ég held að þetta sé áhyggjuefni,“ segir Gross.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fjárfestum hefur verið bannað að taka út reiðufé vegna eigna sinna í nokkrum breskum fasteignasjóðum í kjölfar niðurstöðu Brexit-kosninganna. Hlutabréf í breskum fyrirtækjum sem reka fasteignasjóði og í helstu fasteignasjóðum Bretlands hafa lækkað um allt að tuttugu prósent frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ein aðalástæða þess er óvissa fjárfesta um hlutverk London sem fjármálamiðstöðvar utan Evrópusambandsins. Frá því að Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þess að áhrifa Brexit væri nú þegar farið að gæta í efnahagslífinu hafa nokkrir stórir breskir fasteignasjóðir tekið á það ráð að banna innlausnir. Aviva og Standard Life höfðu þegar bannað innlausnir þegar M&G, stærsti fasteignasjóður Bretlands, tilkynnti áform um það. The Financial Times greinir frá því að ekki hafi allir sjóðir ákveðið að gera þetta. Forsvarsmenn Legal & General, sem rekur 2,5 milljarða punda fasteignasjóð, hafi til dæmis lýst því yfir að þeir muni ekki gera það. Fjölmörg fyrirtæki hafa hins vegar skorið niður verðmat fasteignasjóða sinna. The Guardian greinir frá því að Aberdeen Asset Management hafi tilkynnt á miðvikudaginn að viðskipti yrðu stöðvuð í fasteignasjóði fyrirtækisins í sólarhring og virði sjóðsins yrði lækkað um sautján prósent. Legal & General tilkynnti svo um tíu prósenta lækkun á fimmtudaginn eftir fimm prósenta lækkun í síðustu viku. Loks tilkynntu Foreign & Colonial og Kames einnig um fimm prósenta lækkun á fimmtudaginn. Svipuð gengislækkun átti sér stað í Bretlandi árin 2007 til 2008 þegar verðmat var leiðrétt um fjörutíu prósent. Hlutabréf í breskum fyrirtækjum sem reka fasteignasjóði hafa lækkað um tíu til tuttugu prósent frá Brexit-kosningunum fram að eftirmiðdeginum í gær og gengi hlutabréfa í Land Securities, stærsta fasteignafélagi Bretlands, höfðu lækkað um rúmlega fimmtán prósent. Það gæti komið til þess að verslunarmiðstöðvar, skrifstofuhúsnæði og vöruhúsnæði fyrir allt að fimm milljarða punda, jafnvirði tæplega 800 milljarða íslenskra króna, yrðu seld út af þessum sveiflum. Mike Prew, sérfræðingur hjá Jefferies, segir í samtali við The Guardian, að þetta gæti verið gert til að endurgreiða fjárfestum. Sérfræðingar óttast að þessi þróun gæti leitt til efnahagskreppu. Business Standard greinir frá því að Bill Gross, sérfræðingur hjá Janus Capital, segi ástæðurnar minna á atburðarásina fyrir hrun Lehman Brothers árið 2008. „Ef þessir fasteignasjóðir eru bara ein vísbending, þá munu kannski aðrir fylgja. Ég held að þetta sé áhyggjuefni,“ segir Gross.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira