Af hverju Guðna Th. sem forseta? Hörður J. Oddfríðarson skrifar 21. júní 2016 09:55 Ég ætla að kjósa Guðna þrátt fyrir að hann sé MR-ingur, hafi æft handbolta, stundað aðrar íþróttir, sé fráskilinn, eigi erlenda konu, eigi börn, sé úr Garðabænum, hafi góðan smekk á sokkum og fyrrverandi eiginkona hans sé hans helsti stuðningsmaður. Þó Guðni hafi búið erlendis, gengið í háskóla bæði hér heima og erlendis, sé glimrandi góður fræðimaður, alþýðlegur í allri framgöngu og blátt áfram, ætla ég að kjósa hann. Ég ætla að kjósa hann þó svo að meirihluti íslensku þjóðarinnar virðist ætla að gera það sama. Ég læt það ekki stöðva mig í að kjósa Guðna, að konan hans er sjálfstæður einstaklingur, vel menntuð og virðist vera þokkalega á jörðinni. Það hindrar mig ekki að kjósa Guðna, að hann búi yfir meiri þekkingu á forsetaembættinu en flestir sem ég þekki og hafi einstaka hæfileika að ná sambandi við það fólk sem hann talar við. Ekki dregur það úr löngun minni að kjósa Guðna þó hann hafi tekið þátt í umræðum og skrifað um ESB, Icesave eða þorskastríðin á yfirvegaðan og þroskaðan hátt, hafi verið kallaður til sem álitsgjafi í sjónvarpi af og til og að hann þyki góður og skemmtilegur kennari. Ég efast ekki um val mitt þó Guðni sé fljótur að setja sig inn í málefni þeirra sem hann á samskipti við né heldur efast ég þó hann virðist útsjónarsamur og hugsandi persóna. Ekki heldur þó hann sé skemmtilegur, hafi húmor og ærslist stundum meðal vina, ég ætla samt að kjósa hann. Þó Guðni virðist vera víðsýnn einstaklingur sem hefur sjálfstæðar skoðanir og komi vel fram í fjölmiðlum, vel ég að kjósa hann. Val mitt haggast ekki þó ég geti ekki fullyrt að Guðni sé ekki gallalaus og ekki dýrðlingur og líklega mannlegur. Eins og fram kemur af upptalningunni hér að framan ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti Forseta Íslands. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er í mínum huga langbesti kosturinn fyrir embættið, hann talar fyrir fordómalausu samfélagi, hann hefur áhuga á því sem þjóðin er að gera og hann er alþýðlegur í allri sinni framgöngu. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er venjulegur maður sem setur sig ekki á stall. Vegna þess að ég hef kynnt mér manninn og það sem hann vill standa fyrir. Ég tel að íslenska þjóðin þarfnist einstaklings í forsetaembættið sem er jarðbundinn, vel menntaður og víðsýnn, vel máli farinn, silgdur, heiðarlegur, getur talað máli þjóðarinnar bæði út á við og inn á við og er umvafinn ástríki og hlýju. Þess vegna ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson og hvet ykkur hin til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa Guðna þrátt fyrir að hann sé MR-ingur, hafi æft handbolta, stundað aðrar íþróttir, sé fráskilinn, eigi erlenda konu, eigi börn, sé úr Garðabænum, hafi góðan smekk á sokkum og fyrrverandi eiginkona hans sé hans helsti stuðningsmaður. Þó Guðni hafi búið erlendis, gengið í háskóla bæði hér heima og erlendis, sé glimrandi góður fræðimaður, alþýðlegur í allri framgöngu og blátt áfram, ætla ég að kjósa hann. Ég ætla að kjósa hann þó svo að meirihluti íslensku þjóðarinnar virðist ætla að gera það sama. Ég læt það ekki stöðva mig í að kjósa Guðna, að konan hans er sjálfstæður einstaklingur, vel menntuð og virðist vera þokkalega á jörðinni. Það hindrar mig ekki að kjósa Guðna, að hann búi yfir meiri þekkingu á forsetaembættinu en flestir sem ég þekki og hafi einstaka hæfileika að ná sambandi við það fólk sem hann talar við. Ekki dregur það úr löngun minni að kjósa Guðna þó hann hafi tekið þátt í umræðum og skrifað um ESB, Icesave eða þorskastríðin á yfirvegaðan og þroskaðan hátt, hafi verið kallaður til sem álitsgjafi í sjónvarpi af og til og að hann þyki góður og skemmtilegur kennari. Ég efast ekki um val mitt þó Guðni sé fljótur að setja sig inn í málefni þeirra sem hann á samskipti við né heldur efast ég þó hann virðist útsjónarsamur og hugsandi persóna. Ekki heldur þó hann sé skemmtilegur, hafi húmor og ærslist stundum meðal vina, ég ætla samt að kjósa hann. Þó Guðni virðist vera víðsýnn einstaklingur sem hefur sjálfstæðar skoðanir og komi vel fram í fjölmiðlum, vel ég að kjósa hann. Val mitt haggast ekki þó ég geti ekki fullyrt að Guðni sé ekki gallalaus og ekki dýrðlingur og líklega mannlegur. Eins og fram kemur af upptalningunni hér að framan ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti Forseta Íslands. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er í mínum huga langbesti kosturinn fyrir embættið, hann talar fyrir fordómalausu samfélagi, hann hefur áhuga á því sem þjóðin er að gera og hann er alþýðlegur í allri sinni framgöngu. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er venjulegur maður sem setur sig ekki á stall. Vegna þess að ég hef kynnt mér manninn og það sem hann vill standa fyrir. Ég tel að íslenska þjóðin þarfnist einstaklings í forsetaembættið sem er jarðbundinn, vel menntaður og víðsýnn, vel máli farinn, silgdur, heiðarlegur, getur talað máli þjóðarinnar bæði út á við og inn á við og er umvafinn ástríki og hlýju. Þess vegna ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson og hvet ykkur hin til að gera slíkt hið sama.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun