Innlent

Kappræður Stöðvar 2 í beinni í kvöld

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:08 í kvöld. Þá verða þær einnig í beinni hér á Vísi.

Fimm frambjóðendur mætast í Iðnó, það er þeir sem mældust með fylgi yfir 2,5 prósent í fylgiskönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í dag. Frambjóðendurnir eru þau Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson.

Einnig var miðað við 2,5 prósent í fyrri kappræðum Stöðvar 2. En hvers vegna 2,5 prósent? Miða þarf við þekktar viðurkenndar stærðir.

Lágmarkið sem löggjafinn setur til að ná inn kjörnum manni í þingkosningum er 5 prósent. Lágmarkið sem stjórnmálaflokkur þarf til þess að njóta styrks úr ríkissjóði sem viðurkennt stjórnmálaafl að loknum þingkosningum er 2,5 prósent.

365 vildi nota almennt viðurkennt viðmið sem þröskuld þegar boð í kappræðurnar er annars vegar.

Hægt verður að fylgjast með kappræðunum í beinni í spilaranum hér fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×