Kraftur úr óvæntri átt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2016 06:00 Arnór Ingvi Traustason sést hér skora sigurmark sitt á móti Austurríki. Vísir/Getty Það var ekki lítill þáttur sem varamennirnir áttu í 2-1 sigri Íslands á Austurríki þegar liðin mættust á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, á miðvikudagskvöldið. Íslenska þjóðin sameinaðist í siguröskri á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins þegar Arnór Ingvi Traustason náði að koma boltanum í netið eftir sendingu Theodórs Elmars Bjarnasonar. Báðir voru varamenn í leiknum, rétt eins og Sverrir Ingi Ingason. Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson ákváðu því að stóla á unga og fríska fætur í þessum aðstæðum. Aðrir kostir voru til að mynda reynsluboltarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Emil Hallfreðsson sem komu báðir inn á í leiknum gegn Ungverjalandi.Hrikalega stoltir „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum,“ sagði Heimir Hallgrímsson við Fréttablaðið í gær og átti þá við alla leikmenn íslenska landsliðshópsins. Hann lofaði hugarfar leikmannanna, sem sást best á þeim þremur sem komu inn á. „Þeir voru „kúl“ og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn.“Báðir jafn þreyttir Þreytumerkin voru augljós á íslenska liðinu enda hefur byrjunarlið Íslands verið eins alla keppnina hingað til og svo sem ekki útlit fyrir að það muni endilega breytast fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag. „Þeir sem komu inn á í leiknum í gær komu inn með kraft og voru klókir. Ég verð að hrósa öllum leikmönnunum, þeir vörðust vel allan leikinn og tóku vel á því frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Lagerbäck í gær. Sóknarmennirnir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson fóru báðir af velli í leiknum. Lagerbäck sagði að Jón Daði hefði farið fyrr af velli til að halda Kolbeini inn á eins lengi og mögulegt er. „Kolbeinn er mjög mikilvægur í að verjast föstum leikatriðum því hann getur unnið skallaeinvígin. En þetta var 50-50 ákvörðun því þeir voru báðir jafn þreyttir,“ sagði Lagerbäck og brosti.Fyrstu mótsleikirnir Það má sjá hér að neðan hversu góð áhrif varamennirnir þrír höfðu á leik íslenska liðsins eftir innkomu þeirra. Þeir voru aðeins búnir að spila í samtals fjórar mínútur og 53 sekúndur áður en það kom að leiknum á Stade de France en þess ber einnig að geta að Arnór Ingvi og Sverrir Ingi voru að spila sína fyrstu mótsleiki. Þeir höfðu aðeins áður komið við sögu í vináttulandsleikjum. En þeir sýndu að þeir geta vel staðist álagið sem fylgir því að spila á stóra sviðinu og það gæti reynst dýrmætt í leiknum mikilvæga gegn Englandi í Nice á mánudag.Grafík/Silja Ástþórsdóttir EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Það var ekki lítill þáttur sem varamennirnir áttu í 2-1 sigri Íslands á Austurríki þegar liðin mættust á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, á miðvikudagskvöldið. Íslenska þjóðin sameinaðist í siguröskri á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins þegar Arnór Ingvi Traustason náði að koma boltanum í netið eftir sendingu Theodórs Elmars Bjarnasonar. Báðir voru varamenn í leiknum, rétt eins og Sverrir Ingi Ingason. Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson ákváðu því að stóla á unga og fríska fætur í þessum aðstæðum. Aðrir kostir voru til að mynda reynsluboltarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Emil Hallfreðsson sem komu báðir inn á í leiknum gegn Ungverjalandi.Hrikalega stoltir „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum,“ sagði Heimir Hallgrímsson við Fréttablaðið í gær og átti þá við alla leikmenn íslenska landsliðshópsins. Hann lofaði hugarfar leikmannanna, sem sást best á þeim þremur sem komu inn á. „Þeir voru „kúl“ og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn.“Báðir jafn þreyttir Þreytumerkin voru augljós á íslenska liðinu enda hefur byrjunarlið Íslands verið eins alla keppnina hingað til og svo sem ekki útlit fyrir að það muni endilega breytast fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag. „Þeir sem komu inn á í leiknum í gær komu inn með kraft og voru klókir. Ég verð að hrósa öllum leikmönnunum, þeir vörðust vel allan leikinn og tóku vel á því frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Lagerbäck í gær. Sóknarmennirnir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson fóru báðir af velli í leiknum. Lagerbäck sagði að Jón Daði hefði farið fyrr af velli til að halda Kolbeini inn á eins lengi og mögulegt er. „Kolbeinn er mjög mikilvægur í að verjast föstum leikatriðum því hann getur unnið skallaeinvígin. En þetta var 50-50 ákvörðun því þeir voru báðir jafn þreyttir,“ sagði Lagerbäck og brosti.Fyrstu mótsleikirnir Það má sjá hér að neðan hversu góð áhrif varamennirnir þrír höfðu á leik íslenska liðsins eftir innkomu þeirra. Þeir voru aðeins búnir að spila í samtals fjórar mínútur og 53 sekúndur áður en það kom að leiknum á Stade de France en þess ber einnig að geta að Arnór Ingvi og Sverrir Ingi voru að spila sína fyrstu mótsleiki. Þeir höfðu aðeins áður komið við sögu í vináttulandsleikjum. En þeir sýndu að þeir geta vel staðist álagið sem fylgir því að spila á stóra sviðinu og það gæti reynst dýrmætt í leiknum mikilvæga gegn Englandi í Nice á mánudag.Grafík/Silja Ástþórsdóttir
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira