Andri Snær – forseti með erindi Eydís Blöndal skrifar 24. júní 2016 08:48 Á laugardaginn eru forsetakosningar. Ég á erfitt með að átta mig á hlutverki forsetans þar sem ég man bara eftir einum forseta. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort Ólafur hafi verið góður eða slæmur forseti, fyrir mér er forseti Íslands eins og Ólafur er. Sem er eiginlega bara sorglegt. En seinustu mánuði hef ég verið að spyrja mig hvernig forseta ég myndi vilja fá, fengi ég að velja. Fólk talar mikið um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og standa fyrir alla Íslendinga. Fyrir mér er þetta fáránleg krafa. Hvernig á einn einstaklingur að standa fyrir bæði náttúruvernd og náttúrueyðileggingu? Hvernig á einn einstaklingur að sameina fólk sem vill taka á móti flóttafólki og fólk sem vill það ekki? Og svo framvegis. Það eina sem þessi hugmyndafræði skilar okkur er einstaklingur sem talar ekki fyrir neinu og hefur engar opinberar skoðanir, tekur skóflustungur og flytur ávarp um ekki neitt á áramótunum. Og þá sé ég engan tilgang með embættinu.Hvað á forseti að gera? Forseti Íslands getur talað um þá hluti sem skipta máli fyrir framtíðina. Hann getur talað fyrir umhverfismálum (í alvöru, ef við gerum ekkert í þeim málum getum við allt eins sleppt allri annarri umræðu því við munum þurrkast út með næstu kynslóðum), hann getur talað fyrir nýsköpun (hvernig við getum lifað með menguðu vatni, hækkandi sjávarmáli, súrum sjó og fleiri vandamálum sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir) og hann getur talað fyrir jöfnuði og sanngjörnu samfélagi. Það er það sem ég vil sjá forseta gera, og það merkilega er að ég get valið mér þennan forseta! Eftir að hafa lesið LoveStar og Draumalandið þegar ég var 15 ára, og aftur og aftur seinustu árin, veit ég að Andri Snær mun tala fyrir þessum málefnum sem forseti. Hann hefur lagt mikla vinnu í að ræða við fólkið í landinu, og seinna fólk út um allan heim, um lýðræði, samfélagið, ástina, markaðsöfl, nýsköpun, náttúruvernd og möguleika. Andri Snær sér framtíðina og les í fortíðina af næmi, forvitni og virðingu. Ef þið trúið mér ekki skulið þið lesa bækurnar hans. Það er nákvæmlega þess vegna sem ég skoraði á Andra að bjóða sig fram, og það er þess vegna sem ég get ekki beðið eftir því að kjósa hann sem forseta. Loksins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn eru forsetakosningar. Ég á erfitt með að átta mig á hlutverki forsetans þar sem ég man bara eftir einum forseta. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort Ólafur hafi verið góður eða slæmur forseti, fyrir mér er forseti Íslands eins og Ólafur er. Sem er eiginlega bara sorglegt. En seinustu mánuði hef ég verið að spyrja mig hvernig forseta ég myndi vilja fá, fengi ég að velja. Fólk talar mikið um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og standa fyrir alla Íslendinga. Fyrir mér er þetta fáránleg krafa. Hvernig á einn einstaklingur að standa fyrir bæði náttúruvernd og náttúrueyðileggingu? Hvernig á einn einstaklingur að sameina fólk sem vill taka á móti flóttafólki og fólk sem vill það ekki? Og svo framvegis. Það eina sem þessi hugmyndafræði skilar okkur er einstaklingur sem talar ekki fyrir neinu og hefur engar opinberar skoðanir, tekur skóflustungur og flytur ávarp um ekki neitt á áramótunum. Og þá sé ég engan tilgang með embættinu.Hvað á forseti að gera? Forseti Íslands getur talað um þá hluti sem skipta máli fyrir framtíðina. Hann getur talað fyrir umhverfismálum (í alvöru, ef við gerum ekkert í þeim málum getum við allt eins sleppt allri annarri umræðu því við munum þurrkast út með næstu kynslóðum), hann getur talað fyrir nýsköpun (hvernig við getum lifað með menguðu vatni, hækkandi sjávarmáli, súrum sjó og fleiri vandamálum sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir) og hann getur talað fyrir jöfnuði og sanngjörnu samfélagi. Það er það sem ég vil sjá forseta gera, og það merkilega er að ég get valið mér þennan forseta! Eftir að hafa lesið LoveStar og Draumalandið þegar ég var 15 ára, og aftur og aftur seinustu árin, veit ég að Andri Snær mun tala fyrir þessum málefnum sem forseti. Hann hefur lagt mikla vinnu í að ræða við fólkið í landinu, og seinna fólk út um allan heim, um lýðræði, samfélagið, ástina, markaðsöfl, nýsköpun, náttúruvernd og möguleika. Andri Snær sér framtíðina og les í fortíðina af næmi, forvitni og virðingu. Ef þið trúið mér ekki skulið þið lesa bækurnar hans. Það er nákvæmlega þess vegna sem ég skoraði á Andra að bjóða sig fram, og það er þess vegna sem ég get ekki beðið eftir því að kjósa hann sem forseta. Loksins!
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun