Miklar lækkanir í Bandaríkjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 14:47 Miðlarar í kauphöllinni í New York. Vísir/Getty Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku dýfu er þeir opnuðu fyrir skömmu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Dow Jones vísitalan féll um 500 stig, um 3 prósent, á fyrstu mínútunum eftir opnun markaða ytra, S&P 500 vísitalan féll um 2,6 prósent og Nasdaq féll um 3,6 prósent. Hlutabréf í bönkum á borð við Bank of America, Citigroup og JP Morgan tóku á sig mesta höggið og lækkuðu þau um allt að sjö prósent.Fréttastofa Reuters segir að ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið sé það versta sem komið hefur fyrir alþjóðlegan efnahag frá kreppunni árið 2008. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur tekið skarpa dýfu niður á við í dag. engi bréfa í HB Granda lækkar mest, eða um 4,31 prósent í 120 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan OMXI hefur samtals lækkað um 3,5 prósent og ekkert fyrirtæki hefur hækkað. Það sama má segja um hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu sem hafa hríðfallið. Þá hefur breska pundið fallið um allt að tíu prósent og hefur það ekki verið lægra síðan 1985. Alls óvíst er hvað tekur við nú en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB. Er ljóst að hegðun aðila á markaði endurspeglar þessa óvissu. Brexit Tengdar fréttir Áhrif Brexit neikvæð en umfangið enn óljóst Ingólfur Bender hefur áhyggjur af því hvaða áhrif útganga Breta mun hafa á ESB og EES í heild sinni. 24. júní 2016 11:18 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hlutabréfamarkaðurinn hér heima tekur dýfu Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur tekið skarpa dýfu niður á við í dag og má væntanlega rekja það til niðurstöðu Brexit-kosningarinnar. 24. júní 2016 15:15 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku dýfu er þeir opnuðu fyrir skömmu vegna ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu. Dow Jones vísitalan féll um 500 stig, um 3 prósent, á fyrstu mínútunum eftir opnun markaða ytra, S&P 500 vísitalan féll um 2,6 prósent og Nasdaq féll um 3,6 prósent. Hlutabréf í bönkum á borð við Bank of America, Citigroup og JP Morgan tóku á sig mesta höggið og lækkuðu þau um allt að sjö prósent.Fréttastofa Reuters segir að ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið sé það versta sem komið hefur fyrir alþjóðlegan efnahag frá kreppunni árið 2008. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur tekið skarpa dýfu niður á við í dag. engi bréfa í HB Granda lækkar mest, eða um 4,31 prósent í 120 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan OMXI hefur samtals lækkað um 3,5 prósent og ekkert fyrirtæki hefur hækkað. Það sama má segja um hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu sem hafa hríðfallið. Þá hefur breska pundið fallið um allt að tíu prósent og hefur það ekki verið lægra síðan 1985. Alls óvíst er hvað tekur við nú en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB. Er ljóst að hegðun aðila á markaði endurspeglar þessa óvissu.
Brexit Tengdar fréttir Áhrif Brexit neikvæð en umfangið enn óljóst Ingólfur Bender hefur áhyggjur af því hvaða áhrif útganga Breta mun hafa á ESB og EES í heild sinni. 24. júní 2016 11:18 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hlutabréfamarkaðurinn hér heima tekur dýfu Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur tekið skarpa dýfu niður á við í dag og má væntanlega rekja það til niðurstöðu Brexit-kosningarinnar. 24. júní 2016 15:15 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Áhrif Brexit neikvæð en umfangið enn óljóst Ingólfur Bender hefur áhyggjur af því hvaða áhrif útganga Breta mun hafa á ESB og EES í heild sinni. 24. júní 2016 11:18
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hlutabréfamarkaðurinn hér heima tekur dýfu Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur tekið skarpa dýfu niður á við í dag og má væntanlega rekja það til niðurstöðu Brexit-kosningarinnar. 24. júní 2016 15:15