Ég kýs Guðna Helena Þ. Karlsdóttir skrifar 24. júní 2016 16:43 Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum!
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar