Innlent

Framboð Guðna Th. hefur kostað „vel á annan tug milljóna“

Atli ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson segir að um þúsund manns hafi styrkt framboðið sitt.
Guðni Th. Jóhannesson segir að um þúsund manns hafi styrkt framboðið sitt. Vísir/Anton
Kosningabarátta Guðna Th. Jóhannessonar hefur kostað mest allra frambjóðenda og segir að sú fjárhæð sem hafi safnast sé „vel á annan tug milljóna“. Hann segist þó ekki þekkja heildartöluna.

Þetta kom fram í kappræðum forsetaframbjóðenda á RÚV fyrr í kvöld.

Guðni Th. sagði að um þúsund manns hafi styrkt framboðið sitt með fjárframlögum og um tvö þúsund sjálfboðaliðar hafi unnið við framboðið.

Davíð Oddsson sagði að kostnaður við framboð sitt hafi verið vel „innan áætlunar“ og „undir [þeim] mörkum sem lögin setja“. Davíð sagði að kostnaðurinn gæti verið í kringum sex til sjö milljónir króna nú, en að sá kostnaður gæti átt eftir að hækka.

Andri Snær Magnason segir að helsti bakhjarl hans framboðs hafi verið Edda Heiðrún Backman sem stóð fyrir málverkauppboð þar sem söfnuðust um tvær milljónir króna. Hann segir að kostnaður við framboð hans til forseta fari hugsanlega upp í fimm milljónir.

Halla Tómasdóttir segir að hjá sínu framboði séu „einhverjar milljónir undir og líklega eitthvað meira en við vonuðum“. Hann sagði þau hjónin hafa lagt fé til baráttunnar og vinir og vandamenn líka. Hún segir heildarupphæðina vera einhverjar milljónir en að hún þekki ekki einhverja heildartölu að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×