Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2016 01:44 Guðni Th. Jóhannesson og Ragnar Bjarnason taka lagið á kosningavöku Guðna í kvöld. vísir/hanna Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. Kosningavakan er orðin að sigurpartýi en Guðni fagnar ekki aðeins kosningasigri í dag, 26. júní, heldur einnig 48 ára afmæli sínu. Aðspurður hvort þetta væri besti afmælisdagur sem hann hefði lifað sagði hann alltaf hafa átt góða afmælisdaga en þetta væri án efa sá óvenjulegasti. Guðni sagði mjög fína stemningu á kosningavökunni; þangað hefði streymt fjöldi fólks til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Þetta er enn einn kaflinn í þessari ótrúlegu sögu sem ég er að upplifa núna,“ sagði Guðni. Hann sagði fát hafa komið á sig þegar fyrstu tölur komu úr Suðurkjördæmi sem sýndu að mjótt var á mununum á milli hans og Höllu Tómasdóttir. „Ég átti ekki von á að það yrði svona mjótt á mununum á milli okkar Höllu eins og þær tölur gáfu til kynna. En ég var búinn að finna mikinn stuðning við hana og skyldi engan undra. Halla var ekki að fá það fylgi í könnunum sem hún og hennar málflutningur átti skilið en það segi ég auðvitað hreina satt að ég bjóst ekki við að það yrði eins mjótt á mununum og þessar fyrstu tölur gáfu til kynna.“Fjögur efstu í myndveri RÚV í kvöld.vísir/eyþórGott að hafa þaulreyndan mann eins og Davíð Guðni sagði að það hefði tekið sinn toll að vera alltaf í forystu í könnunum og hann hefði ef til vill orðið of værukær í baráttunni. „En álitsgjafarnir gefa álit, nú er ég ekki í þeim sporum.“Já, þú ert sem sagt hættur að gefa álit núna? Við blaðamenn munum ekki getað leitað til þín? „Nei, það verður með öðrum hætti en hingað til,“ sagði Guðni léttur í bragði. Guðni kvaðst hafa áttað sig á því að sigurinn væri í höfn þegar búið hafi verið að kynna tölur úr um þremur kjördæmum. „Það var gott að hafa við hlið sér eins þaulreyndan mann í þessum efnum og Davíð Oddsson sem tók eiginlega af skarið með það að úrslit lægju fyrir. Það fór vel á með okkur öllum sem þarna vorum og þótt okkur hafi greint á þá fann ég það efst í huga allra var það að við Íslendingar njótum þeirra forréttinda að kjósa okkur þjóðhöfðingja, kjósa okkur þing. Það var heiður að því að fá að vera með öllu þessu fólki í þessari kosningabaráttu og öllu fólkinu sem studdi mig og sjálfboðaliðunum.“Guðni ásamt elstu dóttur sinni, Rut Guðnadóttur, og eiginkonu, Elizu Reid.vísir/hannaÆtlar snemma heim í kvöld Forseti Íslands verður settur inn í embætti þann 1. ágúst næstkomandi við hátíðlega athöfn á Alþingi en Guðni segist ekki byrjaður að semja ræðuna sem hann mun flytja þá. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvað ég vil segja og blessunarlega nægur tími til stefnu.“ Áður en hann fór á fullt í kosningabaráttuna var hann á lokametrunum með bók sem fjallar um forsetaembættið og þá fimm forseta sem Íslendingar hafa haft frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Guðni segist þurfa að koma þeirri bók út með einhverjum hætti á næstunni. „En fyrst og fremst verð ég að búa mig undir þetta mikla embætti því það má ekkert standa í vegi fyrir því að gegna því eins vel og verða má.“ Það hefur nokkrum sinnum komið fram í kosningabaráttunni að Guðni kann best við sig heima með hnausþykka ævisögu en þarf hann ekki að djamma í kvöld? „Ég er búinn að fagna hér með mínum stuðningsmönnum en það fer nú að koma að því að ég haldi heim á leið. Viðtöl bíða í fyrramálið og ég vil vera undirbúinn undir þau.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. Kosningavakan er orðin að sigurpartýi en Guðni fagnar ekki aðeins kosningasigri í dag, 26. júní, heldur einnig 48 ára afmæli sínu. Aðspurður hvort þetta væri besti afmælisdagur sem hann hefði lifað sagði hann alltaf hafa átt góða afmælisdaga en þetta væri án efa sá óvenjulegasti. Guðni sagði mjög fína stemningu á kosningavökunni; þangað hefði streymt fjöldi fólks til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Þetta er enn einn kaflinn í þessari ótrúlegu sögu sem ég er að upplifa núna,“ sagði Guðni. Hann sagði fát hafa komið á sig þegar fyrstu tölur komu úr Suðurkjördæmi sem sýndu að mjótt var á mununum á milli hans og Höllu Tómasdóttir. „Ég átti ekki von á að það yrði svona mjótt á mununum á milli okkar Höllu eins og þær tölur gáfu til kynna. En ég var búinn að finna mikinn stuðning við hana og skyldi engan undra. Halla var ekki að fá það fylgi í könnunum sem hún og hennar málflutningur átti skilið en það segi ég auðvitað hreina satt að ég bjóst ekki við að það yrði eins mjótt á mununum og þessar fyrstu tölur gáfu til kynna.“Fjögur efstu í myndveri RÚV í kvöld.vísir/eyþórGott að hafa þaulreyndan mann eins og Davíð Guðni sagði að það hefði tekið sinn toll að vera alltaf í forystu í könnunum og hann hefði ef til vill orðið of værukær í baráttunni. „En álitsgjafarnir gefa álit, nú er ég ekki í þeim sporum.“Já, þú ert sem sagt hættur að gefa álit núna? Við blaðamenn munum ekki getað leitað til þín? „Nei, það verður með öðrum hætti en hingað til,“ sagði Guðni léttur í bragði. Guðni kvaðst hafa áttað sig á því að sigurinn væri í höfn þegar búið hafi verið að kynna tölur úr um þremur kjördæmum. „Það var gott að hafa við hlið sér eins þaulreyndan mann í þessum efnum og Davíð Oddsson sem tók eiginlega af skarið með það að úrslit lægju fyrir. Það fór vel á með okkur öllum sem þarna vorum og þótt okkur hafi greint á þá fann ég það efst í huga allra var það að við Íslendingar njótum þeirra forréttinda að kjósa okkur þjóðhöfðingja, kjósa okkur þing. Það var heiður að því að fá að vera með öllu þessu fólki í þessari kosningabaráttu og öllu fólkinu sem studdi mig og sjálfboðaliðunum.“Guðni ásamt elstu dóttur sinni, Rut Guðnadóttur, og eiginkonu, Elizu Reid.vísir/hannaÆtlar snemma heim í kvöld Forseti Íslands verður settur inn í embætti þann 1. ágúst næstkomandi við hátíðlega athöfn á Alþingi en Guðni segist ekki byrjaður að semja ræðuna sem hann mun flytja þá. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvað ég vil segja og blessunarlega nægur tími til stefnu.“ Áður en hann fór á fullt í kosningabaráttuna var hann á lokametrunum með bók sem fjallar um forsetaembættið og þá fimm forseta sem Íslendingar hafa haft frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Guðni segist þurfa að koma þeirri bók út með einhverjum hætti á næstunni. „En fyrst og fremst verð ég að búa mig undir þetta mikla embætti því það má ekkert standa í vegi fyrir því að gegna því eins vel og verða má.“ Það hefur nokkrum sinnum komið fram í kosningabaráttunni að Guðni kann best við sig heima með hnausþykka ævisögu en þarf hann ekki að djamma í kvöld? „Ég er búinn að fagna hér með mínum stuðningsmönnum en það fer nú að koma að því að ég haldi heim á leið. Viðtöl bíða í fyrramálið og ég vil vera undirbúinn undir þau.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14