Pundið ekki lægra í 31 ár Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júní 2016 07:00 Eftir að niðurstaða Brexit-kosninganna lág fyrir hefur gengi Sterlingspunds lækkað um tólf prósent. Fréttablaðið/EPA Gengi sterlingspunds hefur hrunið síðan að niðurstöður Brexit-kosninganna lágu fyrir og ljóst var að Bretland hyggst yfirgefa Evrópusambandið.Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, býst við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir líklegra að breskir ferðamenn muni neyta minna hér á landi í ferðum sínum en að hætta við að koma. Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal var 1,32 í gær og hefur ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni er 165 krónur og hefur lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. „Óvissan er mikil og pólitískur óstöðugleiki er ekki að bæta aðstæður. Markaðir munu halda áfram að sveiflast við fréttir um áframhaldið," segir Þóra Helgadóttir sem einnig situr í fjármálaráði Alþingis.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir erfitt að meta það hvort gengi pundsins muni halda áfram að lækka. „Það er ekkert sem getur þannig séð stöðvað lækkunina ef allt fer á versta veg, en þetta fer rosalega mikið eftir viðbrögðum breskra stjórnvalda um næstu skref og viðbrögð ESB." Konráð segir áhrifin á Íslandi vera fyrst og fremst að kaupmáttur Breta minnkar, bæði þeirra sem kaupa fisk og ferðast til Íslands. Gengið hefur meiri áhrif á hversu mikið fólk neytir og dvalartíma þeirra, en hefur minni áhrif á það hvort fólk komi til landsins eða ekki," segir Konráð S. Guðjónsson. Brexit Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Fleiri fréttir RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira
Gengi sterlingspunds hefur hrunið síðan að niðurstöður Brexit-kosninganna lágu fyrir og ljóst var að Bretland hyggst yfirgefa Evrópusambandið.Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, býst við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir líklegra að breskir ferðamenn muni neyta minna hér á landi í ferðum sínum en að hætta við að koma. Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal var 1,32 í gær og hefur ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni er 165 krónur og hefur lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. „Óvissan er mikil og pólitískur óstöðugleiki er ekki að bæta aðstæður. Markaðir munu halda áfram að sveiflast við fréttir um áframhaldið," segir Þóra Helgadóttir sem einnig situr í fjármálaráði Alþingis.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir erfitt að meta það hvort gengi pundsins muni halda áfram að lækka. „Það er ekkert sem getur þannig séð stöðvað lækkunina ef allt fer á versta veg, en þetta fer rosalega mikið eftir viðbrögðum breskra stjórnvalda um næstu skref og viðbrögð ESB." Konráð segir áhrifin á Íslandi vera fyrst og fremst að kaupmáttur Breta minnkar, bæði þeirra sem kaupa fisk og ferðast til Íslands. Gengið hefur meiri áhrif á hversu mikið fólk neytir og dvalartíma þeirra, en hefur minni áhrif á það hvort fólk komi til landsins eða ekki," segir Konráð S. Guðjónsson.
Brexit Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Fleiri fréttir RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira