John Cross: Fullkomin niðurlæging fyrir England Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 23:42 Kyle Walker og félagar eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty John Cross, blaðamaður Daily Mirror, er einn þekktasti blaðamaður enskrar knattspyrnu. Hann sagði í Fréttablaðinu í morgun að tap gegn Íslandi væru verstu úrslit enskrar knattspyrnu frá upphafi og hann stóð við þau orð í kvöld. „Það er það sem ég sagði í umfjöllun minni um leikinn. Þetta er fullkomin niðurlæging,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við höfum samanburð við tapið gegn Bandaríkjunum á HM 1950. En þetta er önnur kynslóð knattspyrnumanna og á öðrum tíma. HM var á byrjunarstigi þá og ég held að þetta sé í raun mesta tap sem enska landsliðið hefur upplifað.“ Hann nefnir þessu til stuðnings að landsliðsþjálfari Englands, Roy Hogdson, hætti strax eftir leik. „Þýðing þessa taps er gríðarlega mikið fyrir enska knattspyrnu. Nú þurfum við að leita að nýjum þjálfara og byrja upp á nýtt.“ „En niðurlægingin er svo mikil. Við eigum góða leikmenn sem líta allir illa út í landsliðstreyju Englands.“ Hann segir að enskir fjölmiðlar geri ekki lítið úr þætti íslenska liðsins í kvöld. „Enska liðið spilaði ekki vel en Ísland spilaði vel. Ísland var mun betra liðið og átti skilið að vinna leikinn,“ sagði hann. „Ísland varðist vel og var skipulagt. Liðið náði líka að spila með smá flæði í sínum leik. Íslendingar sköpuðu sér færi og voru heilt yfir góðir.“ „Það er enska liðið sem var að henda löngum boltum fram. Ísland var vel skipulagt og átti þetta fullkomlega skilið. England á engar afsakanir þó svo að ég sé viss um að einhverjar munu koma.“ „En þú mátt vera viss um að ensku blöðin verða mjög skrautleg á morgun, eftir þetta kvöld. Það er alveg víst.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
John Cross, blaðamaður Daily Mirror, er einn þekktasti blaðamaður enskrar knattspyrnu. Hann sagði í Fréttablaðinu í morgun að tap gegn Íslandi væru verstu úrslit enskrar knattspyrnu frá upphafi og hann stóð við þau orð í kvöld. „Það er það sem ég sagði í umfjöllun minni um leikinn. Þetta er fullkomin niðurlæging,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við höfum samanburð við tapið gegn Bandaríkjunum á HM 1950. En þetta er önnur kynslóð knattspyrnumanna og á öðrum tíma. HM var á byrjunarstigi þá og ég held að þetta sé í raun mesta tap sem enska landsliðið hefur upplifað.“ Hann nefnir þessu til stuðnings að landsliðsþjálfari Englands, Roy Hogdson, hætti strax eftir leik. „Þýðing þessa taps er gríðarlega mikið fyrir enska knattspyrnu. Nú þurfum við að leita að nýjum þjálfara og byrja upp á nýtt.“ „En niðurlægingin er svo mikil. Við eigum góða leikmenn sem líta allir illa út í landsliðstreyju Englands.“ Hann segir að enskir fjölmiðlar geri ekki lítið úr þætti íslenska liðsins í kvöld. „Enska liðið spilaði ekki vel en Ísland spilaði vel. Ísland var mun betra liðið og átti skilið að vinna leikinn,“ sagði hann. „Ísland varðist vel og var skipulagt. Liðið náði líka að spila með smá flæði í sínum leik. Íslendingar sköpuðu sér færi og voru heilt yfir góðir.“ „Það er enska liðið sem var að henda löngum boltum fram. Ísland var vel skipulagt og átti þetta fullkomlega skilið. England á engar afsakanir þó svo að ég sé viss um að einhverjar munu koma.“ „En þú mátt vera viss um að ensku blöðin verða mjög skrautleg á morgun, eftir þetta kvöld. Það er alveg víst.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti