Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 07:00 25 sekúndur af tærri snilld. Íslenska fótboltalandsliðið að sundurspila ensku vörnina og sækja sigurmark og sæti í átta liða úrslitum. Fjórtán mínútum fyrr voru margir enn einu sinni búnir að afskrifa liðið eða þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fékk á sig vítaspyrnu og Wayne Rooney kom Englandi í 1-0. Víkingarnir frá Íslandi eru ekki saddir og ekki tilbúnir að fara heim. Þeir sönnuðu enn á ný úr hverju þeir eru gerðir. Það er öllum heiminum ljóst eftir svar íslensku strákanna við þessari martraðarbyrjun á Allianz Riviera leikvanginum í Nice. Mörk íslenska liðsins á Evrópumótinu hafa vissulega verið dæmigerð mörk fyrir lið sem hefur boltann ekki mikið og þarf að nýta föst leikatriði, langar sendingar og skyndisóknir til að skapa sér sín færi. Jú, það var ein löng sending fram og fyrirgjöf sem skilaði markinu á móti Portúgal, markið á móti Ungverjum kom úr víti sem var dæmt eftir hornspyrnu, íslenska liðið skoraði eftir langt innkast og skyndisókn í sigrinum á Austurríki og jafnaði metin á móti Englandi eftir annað langt innkast fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Sóknin fyrir sigurmarkið á móti Englendingum er hins vegar ein allra fallegasta sókn Evrópumótsins. Íslenska liðið átti níu sendingar áður en Kolbeinn Sigþórsson kom boltanum fram hjá Joe Hart í enska markinu. Það sem meira er, átta af ellefu leikmönnum íslenska liðsins áttu þátt í undirbúningnum og það var Kolbeinn sjálfur sem kom sókninni af stað við miðlínuna áður en hann kom sér inn í teiginn til að fá stoðsendinguna frá Jóni Daða Böðvarssyni. Það sem er flott að sjá er að áfallið í lok leiks á móti Ungverjalandi hefur aðeins styrkt íslenska liðið sem hefur í raun bætt leik sinn með hverjum leik á Evrópumótinu. Hér á síðunni má sjá hvernig íslenska liðið tryggði sér sigurinn í Nice.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). Brexit EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar Sigurðsson bestur í íslenska liðinu á EM | Meðaleinkunnir strákanna okkar Miðverðirnir verið bestir á EM 2016 þar sem Ísland er komið í átta liða úrslit 28. júní 2016 20:30 ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45 Metfjöldi Englendinga horfði á sína menn falla úr leik Tveir þriðju þeirra sem horfðu á sjónvarp í Englandi í gær stilltu inn á landsleik Íslands og Englands. 28. júní 2016 22:26 "Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00 Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00 Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira
25 sekúndur af tærri snilld. Íslenska fótboltalandsliðið að sundurspila ensku vörnina og sækja sigurmark og sæti í átta liða úrslitum. Fjórtán mínútum fyrr voru margir enn einu sinni búnir að afskrifa liðið eða þegar markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fékk á sig vítaspyrnu og Wayne Rooney kom Englandi í 1-0. Víkingarnir frá Íslandi eru ekki saddir og ekki tilbúnir að fara heim. Þeir sönnuðu enn á ný úr hverju þeir eru gerðir. Það er öllum heiminum ljóst eftir svar íslensku strákanna við þessari martraðarbyrjun á Allianz Riviera leikvanginum í Nice. Mörk íslenska liðsins á Evrópumótinu hafa vissulega verið dæmigerð mörk fyrir lið sem hefur boltann ekki mikið og þarf að nýta föst leikatriði, langar sendingar og skyndisóknir til að skapa sér sín færi. Jú, það var ein löng sending fram og fyrirgjöf sem skilaði markinu á móti Portúgal, markið á móti Ungverjum kom úr víti sem var dæmt eftir hornspyrnu, íslenska liðið skoraði eftir langt innkast og skyndisókn í sigrinum á Austurríki og jafnaði metin á móti Englandi eftir annað langt innkast fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Sóknin fyrir sigurmarkið á móti Englendingum er hins vegar ein allra fallegasta sókn Evrópumótsins. Íslenska liðið átti níu sendingar áður en Kolbeinn Sigþórsson kom boltanum fram hjá Joe Hart í enska markinu. Það sem meira er, átta af ellefu leikmönnum íslenska liðsins áttu þátt í undirbúningnum og það var Kolbeinn sjálfur sem kom sókninni af stað við miðlínuna áður en hann kom sér inn í teiginn til að fá stoðsendinguna frá Jóni Daða Böðvarssyni. Það sem er flott að sjá er að áfallið í lok leiks á móti Ungverjalandi hefur aðeins styrkt íslenska liðið sem hefur í raun bætt leik sinn með hverjum leik á Evrópumótinu. Hér á síðunni má sjá hvernig íslenska liðið tryggði sér sigurinn í Nice.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
Brexit EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar Sigurðsson bestur í íslenska liðinu á EM | Meðaleinkunnir strákanna okkar Miðverðirnir verið bestir á EM 2016 þar sem Ísland er komið í átta liða úrslit 28. júní 2016 20:30 ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45 Metfjöldi Englendinga horfði á sína menn falla úr leik Tveir þriðju þeirra sem horfðu á sjónvarp í Englandi í gær stilltu inn á landsleik Íslands og Englands. 28. júní 2016 22:26 "Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00 Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00 Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira
Ragnar Sigurðsson bestur í íslenska liðinu á EM | Meðaleinkunnir strákanna okkar Miðverðirnir verið bestir á EM 2016 þar sem Ísland er komið í átta liða úrslit 28. júní 2016 20:30
ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45
Metfjöldi Englendinga horfði á sína menn falla úr leik Tveir þriðju þeirra sem horfðu á sjónvarp í Englandi í gær stilltu inn á landsleik Íslands og Englands. 28. júní 2016 22:26
"Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00
Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00
Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30