Gott að hafa Eddu öskrandi á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 06:00 Ásdís Karen Halldórsdóttir í leik með KR-liðinu í sumar. Vísir/Eyþór Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira