Gott að hafa Eddu öskrandi á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 06:00 Ásdís Karen Halldórsdóttir í leik með KR-liðinu í sumar. Vísir/Eyþór Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira