Tíminn er mjög merkilegt fyrirbæri á Íslandi Magnús Guðmundsson skrifar 10. júní 2016 10:15 "Þarna er endurómun af mér og mínum tilfinningum sem og tenging mín við Ísland og náttúruna,“ segir Ferdinand um efni nýju ljóðabókarinnar. Vísir/Stefán Nýverið kom út ljóðabókin Í úteyjum eftir Ferdinand Jónsson. Þetta er önnur ljóðabók Ferdinands sem hefur búið og starfað sem geðlæknir í London síðustu nítján árin. Það er ekki laust við að lesandi finni aðeins fyrir þessari fjarlægð frá heimahögunum í ljóðum Ferdinands sem þvertekur ekki fyrir það. „Í þessari fjarlægð sér maður hlutina hugsanlega í aðeins öðru ljósi en ég kem hérna samt í öllum mínum fríum og sæki mikið hingað heim. En ef til vill er skynjunin sterkari þegar maður dvelur á melum og móum Lundúnaborgar inni á milli en þó alltaf með landið okkar í farteskinu.“Hoppaðu inn og út Annað sem kemur upp í hugann við lestur ljóðabókar Ferdinands er einhvers konar ferðalag um andlega líðan og vitund ljóðmælandans, ljóð fyrir ljóð. „Það er eflaust eitthvað til í því en ég leitast samt við að gera þetta eins einfalt og mögulegt er þannig að það sé pláss fyrir aðra. Pláss fyrir lesandann og hans tilfinningar. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá er það mín upplifun af því að vinna í Lundúnum með öllum þjóðarbrotum að við erum öll óskaplega lík. Það eru sömu tilfinningarnar, sömu áhyggjurnar, sama gleðin og sorgin sem mér finnst einkenna okkur öll. Þetta eru allt sömu tengingarnar – sömu farvegirnir. Þess vegna reyni ég að hafa þetta einfalt til þess að það sé pláss fyrir lesandann og að hann finni, þegar vel tekst til, einhvern hljóm og einhverja tilfinningu. Ég held að það geti verið hreinsandi að upplifa slíkar tilfinningar. Við þekkjum öll flestar þessar tilfinningar, ef til vill ekki alveg allar en svona flestar þeirra, og það er gott að finna þetta með öðrum. Það sem er einnig gott við ljóð, að mínu mati, er að þú getur hoppað inn og þú getur hoppað út í erli daganna. Þetta er öllu snúnara með til dæmis Dostojevskí því þar er þetta heilmikil vinna, mikill tími sem liggur að baki því að fara inn í verkið. En með ljóðið er allt í lagi fyrir upptekið fólk að hoppa inn í myndina, dvelja í henni og fara síðan út aftur og vonandi eitthvað nært.“ Landið og tilfinningarnar Ferdinand starfar sem geðlæknir og sem slíkur er hann að vinna með tilfinningar og líðan fólks alla daga. En skyldi hann tengja þarna saman á milli starfsins og skáldskaparins? „Já að einhverju leyti en maður verður að gæta að þagnarskyldunni. Ég er að vinna með heimilislausu fólki og að sjálfsögðu er það þannig með alla sjúklinga að maður verður að vara sig ákaflega mikið á þagnarskyldunni. Það er hornsteinn þess að við getum unnið með fólki og að fólk geti treyst okkur. En endurómun af þessu starfi kemur svo eðlilega inn í ljóðin sem ég er að bauka við að semja í mínum frítíma en ekki einhverjar beinar tengingar. Þarna er endurómun af mér og mínum tilfinningum og tenging mín við Ísland og náttúruna er þarna óneitanlega til staðar. Landið sem við eigum er svo andlegt að það er eiginlega engu lagi líkt. Það er ekki nema von að langförult fólk sé hér á hnjánum yfir þessari fegurð og upplifuninni af því að koma hér. Eins yfir þessu ljósi sem við búum við þar sem við höfum 365 daga í ári sem eru hver öðrum ólíkir. Þannig að tíminn er mjög merkilegt fyrirbæri á Íslandi. Hér finnum við fyrir tímans þunga nið í allri þessari tilbreytingu ljóss og veðurs. Himinninn er svo stór og skýjafarið og landið spila svo saman og svo dvelur þjóðin þarna á milli að upplifa það sem á stundum er engu öðru líkt.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016. Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Nýverið kom út ljóðabókin Í úteyjum eftir Ferdinand Jónsson. Þetta er önnur ljóðabók Ferdinands sem hefur búið og starfað sem geðlæknir í London síðustu nítján árin. Það er ekki laust við að lesandi finni aðeins fyrir þessari fjarlægð frá heimahögunum í ljóðum Ferdinands sem þvertekur ekki fyrir það. „Í þessari fjarlægð sér maður hlutina hugsanlega í aðeins öðru ljósi en ég kem hérna samt í öllum mínum fríum og sæki mikið hingað heim. En ef til vill er skynjunin sterkari þegar maður dvelur á melum og móum Lundúnaborgar inni á milli en þó alltaf með landið okkar í farteskinu.“Hoppaðu inn og út Annað sem kemur upp í hugann við lestur ljóðabókar Ferdinands er einhvers konar ferðalag um andlega líðan og vitund ljóðmælandans, ljóð fyrir ljóð. „Það er eflaust eitthvað til í því en ég leitast samt við að gera þetta eins einfalt og mögulegt er þannig að það sé pláss fyrir aðra. Pláss fyrir lesandann og hans tilfinningar. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá er það mín upplifun af því að vinna í Lundúnum með öllum þjóðarbrotum að við erum öll óskaplega lík. Það eru sömu tilfinningarnar, sömu áhyggjurnar, sama gleðin og sorgin sem mér finnst einkenna okkur öll. Þetta eru allt sömu tengingarnar – sömu farvegirnir. Þess vegna reyni ég að hafa þetta einfalt til þess að það sé pláss fyrir lesandann og að hann finni, þegar vel tekst til, einhvern hljóm og einhverja tilfinningu. Ég held að það geti verið hreinsandi að upplifa slíkar tilfinningar. Við þekkjum öll flestar þessar tilfinningar, ef til vill ekki alveg allar en svona flestar þeirra, og það er gott að finna þetta með öðrum. Það sem er einnig gott við ljóð, að mínu mati, er að þú getur hoppað inn og þú getur hoppað út í erli daganna. Þetta er öllu snúnara með til dæmis Dostojevskí því þar er þetta heilmikil vinna, mikill tími sem liggur að baki því að fara inn í verkið. En með ljóðið er allt í lagi fyrir upptekið fólk að hoppa inn í myndina, dvelja í henni og fara síðan út aftur og vonandi eitthvað nært.“ Landið og tilfinningarnar Ferdinand starfar sem geðlæknir og sem slíkur er hann að vinna með tilfinningar og líðan fólks alla daga. En skyldi hann tengja þarna saman á milli starfsins og skáldskaparins? „Já að einhverju leyti en maður verður að gæta að þagnarskyldunni. Ég er að vinna með heimilislausu fólki og að sjálfsögðu er það þannig með alla sjúklinga að maður verður að vara sig ákaflega mikið á þagnarskyldunni. Það er hornsteinn þess að við getum unnið með fólki og að fólk geti treyst okkur. En endurómun af þessu starfi kemur svo eðlilega inn í ljóðin sem ég er að bauka við að semja í mínum frítíma en ekki einhverjar beinar tengingar. Þarna er endurómun af mér og mínum tilfinningum og tenging mín við Ísland og náttúruna er þarna óneitanlega til staðar. Landið sem við eigum er svo andlegt að það er eiginlega engu lagi líkt. Það er ekki nema von að langförult fólk sé hér á hnjánum yfir þessari fegurð og upplifuninni af því að koma hér. Eins yfir þessu ljósi sem við búum við þar sem við höfum 365 daga í ári sem eru hver öðrum ólíkir. Þannig að tíminn er mjög merkilegt fyrirbæri á Íslandi. Hér finnum við fyrir tímans þunga nið í allri þessari tilbreytingu ljóss og veðurs. Himinninn er svo stór og skýjafarið og landið spila svo saman og svo dvelur þjóðin þarna á milli að upplifa það sem á stundum er engu öðru líkt.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016.
Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira