Íslenskir stuðningsmenn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2016 22:00 Íslenskur lögreglumaður sem er hluti af öryggisteymi á Evrópumótinu í knattspyrnu á ekki von á vandræðum þegar íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn koma saman í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Rússa og Englendinga í Marseille í gærkvöldi. Englendingar eru í sárum eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum í gær. Athygli fjölmiðla eftir leik fór þó fljótlega að beinast að átökum stuðningsmanna þjóðanna, bæði í stúkunni og á götum Marseille. Reiknað er með því að UEFA refsi Rússum harðlega fyrir framkomu sinna stuðningsmanna.“ Stuðningsmenn Rússa eru sakaðir um kynþáttaníð og ofbeldi á áhorfendapöllunum á Stade Velodrome. Að leik loknum þurfti lögregla að beita táragasi til að sundra stuðningsmönnum þjóðanna. Ekki slagsmál úti um alla borg Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi sem er hluti af öryggisteymi Evrópumótsins, segir að þótt átökin séu alvarleg verði að hafa í huga að þau séu staðbundin og eigi aðeins við um brotabrot stuðningsmanna „Átökin virðast ekki vera jafnútbreidd og má lesa út úr fjölmiðlum. Og þau virðast vera bundin við hópa af bullum,“ segir Tjörvi. Það séu þær sem eru að slást á milli sín og ekki þannig að um sé að ræða slagsmál úti um alla borg. Langflestir stuðningsmenn ætli að skemmta sér í Frakklandi og hvetur Tjörvi stuðningsmenn til að mæta á svokölluð Fan Zone þar sem eru risaskjáir, ókeypis inn og mikið öryggi. „Því miður eru ekki alveg allir sem hafa sömu skilgreiningu á skemmtun og við hin. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að ögra, það er ekki víst að því verði vel tekið, og kannski ekki öllum sem finnst stríðni jafnfyndin,“ segir Tjörvi. Það séu almennar varúðarráðleggingar.Ekki fyrir venjulegt fólk að hafa áhyggjur Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn og hefur ekki áhyggjur af öryggi Íslendinga. „Það er haldið vel utan um öryggismál og 99% ætla ég að leyfa mér að fullyrða eru komin til að gera þetta á friðsamlegum nótum. Við venjulega fólkið eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Bara þekkja að þetta sé til og vera ekki að sogast inn í svoleiðis vitlteysu.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður sem er hluti af öryggisteymi á Evrópumótinu í knattspyrnu á ekki von á vandræðum þegar íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn koma saman í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Rússa og Englendinga í Marseille í gærkvöldi. Englendingar eru í sárum eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum í gær. Athygli fjölmiðla eftir leik fór þó fljótlega að beinast að átökum stuðningsmanna þjóðanna, bæði í stúkunni og á götum Marseille. Reiknað er með því að UEFA refsi Rússum harðlega fyrir framkomu sinna stuðningsmanna.“ Stuðningsmenn Rússa eru sakaðir um kynþáttaníð og ofbeldi á áhorfendapöllunum á Stade Velodrome. Að leik loknum þurfti lögregla að beita táragasi til að sundra stuðningsmönnum þjóðanna. Ekki slagsmál úti um alla borg Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi sem er hluti af öryggisteymi Evrópumótsins, segir að þótt átökin séu alvarleg verði að hafa í huga að þau séu staðbundin og eigi aðeins við um brotabrot stuðningsmanna „Átökin virðast ekki vera jafnútbreidd og má lesa út úr fjölmiðlum. Og þau virðast vera bundin við hópa af bullum,“ segir Tjörvi. Það séu þær sem eru að slást á milli sín og ekki þannig að um sé að ræða slagsmál úti um alla borg. Langflestir stuðningsmenn ætli að skemmta sér í Frakklandi og hvetur Tjörvi stuðningsmenn til að mæta á svokölluð Fan Zone þar sem eru risaskjáir, ókeypis inn og mikið öryggi. „Því miður eru ekki alveg allir sem hafa sömu skilgreiningu á skemmtun og við hin. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að ögra, það er ekki víst að því verði vel tekið, og kannski ekki öllum sem finnst stríðni jafnfyndin,“ segir Tjörvi. Það séu almennar varúðarráðleggingar.Ekki fyrir venjulegt fólk að hafa áhyggjur Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn og hefur ekki áhyggjur af öryggi Íslendinga. „Það er haldið vel utan um öryggismál og 99% ætla ég að leyfa mér að fullyrða eru komin til að gera þetta á friðsamlegum nótum. Við venjulega fólkið eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Bara þekkja að þetta sé til og vera ekki að sogast inn í svoleiðis vitlteysu.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22