Vilja flytja kýr í flugvélum Ögmundur Jónasson skrifar 15. júní 2016 07:00 Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin vilji gera kýr að flugvélafarþegum. Hún vill senda heilar hjarðir í heimsreisur. Og ekki bara nautgripi heldur líka kjúklinga og svín. Að vísu ekki lifandi, heldur dauð. Steindauð, tilbúin á steikarfatið. Heimsreisur? Mér er sagt að ódýrustu kjúklingar á markaði í Evrópu séu komnir alla leið frá Austur-Asíu, Kína og Taílandi. Þetta er inntakið í samningi Íslands við Evrópusambandið um að örva viðskipti með kjöt milli Evrópumarkaðar og Íslands. Samningurinn hefur að vísu enn ekki verið staðfestur og verður það vonandi ekki. Ýmsir hafa fundið að þessum samningi á margvíslegum forsendum. Ég er í þeim hópi og hef nefnt ýmsa þætti. Í þessum línum vil ég benda sérstaklega á einn þessara þátta, umhverfisþáttinn. Og ég spyr: Vilja menn virkilega ekki reyna að stuðla að því að samfélög verði sem best sjálfbær um framleiðslu á mat í nærumhverfi sínu? Aukin ferðamennska í heiminum er jákvæð þróun. Það er skemmtilegt og eftirsóknarvert að heimsækja fjarlægar slóðir. Það finnst okkur flestum og ef vel er á haldið getur af ferðamennskunni spunnist spennandi nýsköpun í atvinnurekstri og gert okkur betur meðvituð um stórkostlegan margbreytileika heimsins í náttúrufari og menningu. Þennan margbreytileika á að leggja rækt við. Þar hafa Íslendingar margt fram að færa, og viti menn, ekki síst í matvælaframleiðslu! En ferðamennskan á sér takmörk, enda hóf á öllu best. Hún setur þannig aukið álag á umhverfið, mengandi flugumferð er að margfaldast og hin risastóru skemmtiferðaskip eru sögð mikill mengunarskaðvaldur. Og ofan á þetta allt vilja menn nú senda naut, þúsundum saman, hænur og svín, í flugferðir heimshorna á milli. Er þetta skynsamleg stefna? Tökum afstöðu í þessu máli, sem á sér hliðar sem kunna að reynast afdrifaríkari en margan grunar. Látum síðan framtíðinni eftir að greina afstöðu okkar, hver reyndust vera framsýn og hver afturhald. Vilja menn virkilega ekki reyna að stuðla að því að samfélög verði sem best sjálfbær um framleiðslu á mat í nærumhverfi sínu?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki nóg með að ríkisstjórnin vilji gera kýr að flugvélafarþegum. Hún vill senda heilar hjarðir í heimsreisur. Og ekki bara nautgripi heldur líka kjúklinga og svín. Að vísu ekki lifandi, heldur dauð. Steindauð, tilbúin á steikarfatið. Heimsreisur? Mér er sagt að ódýrustu kjúklingar á markaði í Evrópu séu komnir alla leið frá Austur-Asíu, Kína og Taílandi. Þetta er inntakið í samningi Íslands við Evrópusambandið um að örva viðskipti með kjöt milli Evrópumarkaðar og Íslands. Samningurinn hefur að vísu enn ekki verið staðfestur og verður það vonandi ekki. Ýmsir hafa fundið að þessum samningi á margvíslegum forsendum. Ég er í þeim hópi og hef nefnt ýmsa þætti. Í þessum línum vil ég benda sérstaklega á einn þessara þátta, umhverfisþáttinn. Og ég spyr: Vilja menn virkilega ekki reyna að stuðla að því að samfélög verði sem best sjálfbær um framleiðslu á mat í nærumhverfi sínu? Aukin ferðamennska í heiminum er jákvæð þróun. Það er skemmtilegt og eftirsóknarvert að heimsækja fjarlægar slóðir. Það finnst okkur flestum og ef vel er á haldið getur af ferðamennskunni spunnist spennandi nýsköpun í atvinnurekstri og gert okkur betur meðvituð um stórkostlegan margbreytileika heimsins í náttúrufari og menningu. Þennan margbreytileika á að leggja rækt við. Þar hafa Íslendingar margt fram að færa, og viti menn, ekki síst í matvælaframleiðslu! En ferðamennskan á sér takmörk, enda hóf á öllu best. Hún setur þannig aukið álag á umhverfið, mengandi flugumferð er að margfaldast og hin risastóru skemmtiferðaskip eru sögð mikill mengunarskaðvaldur. Og ofan á þetta allt vilja menn nú senda naut, þúsundum saman, hænur og svín, í flugferðir heimshorna á milli. Er þetta skynsamleg stefna? Tökum afstöðu í þessu máli, sem á sér hliðar sem kunna að reynast afdrifaríkari en margan grunar. Látum síðan framtíðinni eftir að greina afstöðu okkar, hver reyndust vera framsýn og hver afturhald. Vilja menn virkilega ekki reyna að stuðla að því að samfélög verði sem best sjálfbær um framleiðslu á mat í nærumhverfi sínu?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar