Fjórtán tíma málþóf á þingi vegna árásarinnar í Orlando Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 10:30 Chris Murphy. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Chris Murphy leiddi í gær tæplega fimmtán klukkustunda málþóf á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna. Með málþófi sínu vildi Murphy fá í gegn að kosið yrði um frumvarp um hert lög varðandi byssueign. Að mestu talaði Murphy fyrir nánast tómum þingsal en aðrir þingmenn Demókrata fluttu einnig ræður. Byssur af gerðinni AR-15 hafa verið notaðar í tíu mannskæðar skotárásir frá árinu 2011.Vísir/GraphicNews Tilefnið er skotárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando um helgina. 49 voru myrtir og 53 særðir, þar af nokkrir alvarlega. Frumvarpið sem Murphy vill að kosið verði um felur í sér umfangsmeiri bakgrunnskannanir byssukaupenda og að ólöglegt væri að selja skotvopn til grunaðra hryðjuverkamanna. Þegar Murphy steig úr pontu sagðist hann hafa fengið vilyrði Repúblikana um að kosið yrði um tillögur hans, en ólíklegt er að þær verði samþykktar á öldungaþinginu þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Murphy er þingmaður frá Connecticut þar sem Sandy Hook fjöldamorðið var framið árið 2012. 20 börn og sex kennarar voru skotin til bana af árásarmanni. Þingmaðurinn sagði að hann gæti ekki horft í augu ættingja þeirra barna sem voru myrt og sagt þeim að síðan þá hefði þingheimur ekkert brugðist við til að draga úr aðgengi fólks að kraftmiklum skotvopnum. Þingmaðurinn endaði málþóf sitt á að fjalla um ungan dreng sem var myrtur í Sandy Hook en myndband af þeim hluta má sjá hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir 200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44 Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55 Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45 Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Chris Murphy leiddi í gær tæplega fimmtán klukkustunda málþóf á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna. Með málþófi sínu vildi Murphy fá í gegn að kosið yrði um frumvarp um hert lög varðandi byssueign. Að mestu talaði Murphy fyrir nánast tómum þingsal en aðrir þingmenn Demókrata fluttu einnig ræður. Byssur af gerðinni AR-15 hafa verið notaðar í tíu mannskæðar skotárásir frá árinu 2011.Vísir/GraphicNews Tilefnið er skotárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando um helgina. 49 voru myrtir og 53 særðir, þar af nokkrir alvarlega. Frumvarpið sem Murphy vill að kosið verði um felur í sér umfangsmeiri bakgrunnskannanir byssukaupenda og að ólöglegt væri að selja skotvopn til grunaðra hryðjuverkamanna. Þegar Murphy steig úr pontu sagðist hann hafa fengið vilyrði Repúblikana um að kosið yrði um tillögur hans, en ólíklegt er að þær verði samþykktar á öldungaþinginu þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Murphy er þingmaður frá Connecticut þar sem Sandy Hook fjöldamorðið var framið árið 2012. 20 börn og sex kennarar voru skotin til bana af árásarmanni. Þingmaðurinn sagði að hann gæti ekki horft í augu ættingja þeirra barna sem voru myrt og sagt þeim að síðan þá hefði þingheimur ekkert brugðist við til að draga úr aðgengi fólks að kraftmiklum skotvopnum. Þingmaðurinn endaði málþóf sitt á að fjalla um ungan dreng sem var myrtur í Sandy Hook en myndband af þeim hluta má sjá hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir 200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44 Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55 Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45 Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44
Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55
Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45
Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40
Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21