Helgi Hrafn hélt þrumuræðu um mál Eze Okafor Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 16:27 Helgi Hrafn helgaði eina ræðu sína á Alþingi í dag Eze Okafor. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um málefni hælisleitandans Eze Okafor á þingi í dag og varð Píratanum heitt í hamsi. Hann hélt þrumuræðu yfir þingsal um málefnið og ljóst er að honum misbýður það hvernig yfirvöld hafa komið fram við Eze. „Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi. Gegn sínum vilja. Var tekinn með valdi,“ sagði Helgi Hrafn. Eze var fluttur úr landi í síðustu viku til Svíþjóðar. Þaðan verður hann fluttur til Nígeríu.Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í gær.Vísir/AntonEze hefur búið á Íslandi í fjögur ár og hafði kærunefnd útlendingamála úrskurðað að ekki væri lengur hægt að úrskurða í máli hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þetta var honum vísað úr landi á grundvelli hennar að því er fram hefur komið í máli samtakanna No Borders sem hafa gagnrýnt brottvísunina harðlega. Boðað var til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í gær vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra neitaði að funda með hópnum þar sem hún sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál. Sjá einnig: Boða til mótmæla vegna þess að Ólöf Nordal vill ekki ræða mál EzeStjórnvöld hafa heimild til að líta til sanngirnissjónarmiða „Stundum þá nefni ég það eins og margir að það er ekki alltaf við Útlendingastofnun að sakast. Stundum eru lögin einfaldlega ómanneskjuleg, á köflum eru þau það. En það hrannast upp dæmin með tímanum þar sem maður skilur ekki, jafnvel út frá gildandi lögum, hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að vinna svona. Það er við Útlendingastofnun að sakast, það er við stjórnmálamenn að sakast varðandi hvernig farið er í málum eins og máli Eze,“ sagði Helgi. Helgi sagðist skilja að erfitt væri fyrir stofnanir og stjórnmálamenn að fjalla um einstaka mál. „En þetta eru einstaka mál, þetta eru einstaklingar. Við berum ábyrgð á þeim,“ sagði Helgi og sló í pontu. Hann benti á að víða væru heimildir í lögum sem gerðu stofnunum og stjórnvöldum kleift að vísa til sanngirnissjónarmiða þegar teknar væru ákvarðanir um hælisveitingar og annað. Dyflinnarreglugerðin væri heimild en ekki skylda eins og íslensk stjórnvöld virðast hafa kosið að túlka hana. „Eze bjó hér í fjögur ár. Hann á vini hérna og hann á hér líf. Hvers vegna í ósköpunum er hann ekki hér á þessu landi? Það er kominn tími til að við tökum okkur saman í andlitinu og hættum að koma fram við þetta fólk eins og dýr.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um málefni hælisleitandans Eze Okafor á þingi í dag og varð Píratanum heitt í hamsi. Hann hélt þrumuræðu yfir þingsal um málefnið og ljóst er að honum misbýður það hvernig yfirvöld hafa komið fram við Eze. „Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi. Gegn sínum vilja. Var tekinn með valdi,“ sagði Helgi Hrafn. Eze var fluttur úr landi í síðustu viku til Svíþjóðar. Þaðan verður hann fluttur til Nígeríu.Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í gær.Vísir/AntonEze hefur búið á Íslandi í fjögur ár og hafði kærunefnd útlendingamála úrskurðað að ekki væri lengur hægt að úrskurða í máli hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þetta var honum vísað úr landi á grundvelli hennar að því er fram hefur komið í máli samtakanna No Borders sem hafa gagnrýnt brottvísunina harðlega. Boðað var til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í gær vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra neitaði að funda með hópnum þar sem hún sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál. Sjá einnig: Boða til mótmæla vegna þess að Ólöf Nordal vill ekki ræða mál EzeStjórnvöld hafa heimild til að líta til sanngirnissjónarmiða „Stundum þá nefni ég það eins og margir að það er ekki alltaf við Útlendingastofnun að sakast. Stundum eru lögin einfaldlega ómanneskjuleg, á köflum eru þau það. En það hrannast upp dæmin með tímanum þar sem maður skilur ekki, jafnvel út frá gildandi lögum, hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að vinna svona. Það er við Útlendingastofnun að sakast, það er við stjórnmálamenn að sakast varðandi hvernig farið er í málum eins og máli Eze,“ sagði Helgi. Helgi sagðist skilja að erfitt væri fyrir stofnanir og stjórnmálamenn að fjalla um einstaka mál. „En þetta eru einstaka mál, þetta eru einstaklingar. Við berum ábyrgð á þeim,“ sagði Helgi og sló í pontu. Hann benti á að víða væru heimildir í lögum sem gerðu stofnunum og stjórnvöldum kleift að vísa til sanngirnissjónarmiða þegar teknar væru ákvarðanir um hælisveitingar og annað. Dyflinnarreglugerðin væri heimild en ekki skylda eins og íslensk stjórnvöld virðast hafa kosið að túlka hana. „Eze bjó hér í fjögur ár. Hann á vini hérna og hann á hér líf. Hvers vegna í ósköpunum er hann ekki hér á þessu landi? Það er kominn tími til að við tökum okkur saman í andlitinu og hættum að koma fram við þetta fólk eins og dýr.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54